Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 164
156 Um Friðrik Vilkjálm I. Prússakonnng. [Skirnir
Gerðist hann þá fullvalda höfðingi þar. Þar að auki
átti kjörfurstinn aðrar smærri lendur víðsvegar um Norð-
ur-Þýskaland. Hvert þessara landa hafði löggjöf og
stjettaþing út af fyrir sig, ekkert batt þau saman nema
vald kjörfurstans, sem þó var mjög takmarkað, því að
stjettaþingin, — en þar var aðallinn almáttugur, — rjeðu
lögum og lofutn. Enginn sameiginlegur her var til, eng-
in sameiginleg embættisstjett, engir sameiginlegir skattar.
Þar að auki voru öll þessi lönd — sjerstaklega þó Brand-
enburg — örpínd og úttauguð eftir hörmungar þrjátíu ára
stríðsins. Verkefnin, sem fyrir hendi lágu, voru ærið
mörg og þar eftir erfið og óþjál viðfangs.
En kjörfurstin tók þegar til starfa. Hann sá, að
brýnasta nauðsynin var að koma upp nokkrum her, en
til þess hafði hann ekki peningaráð. Stjettaþingin höfðu
fjárveitingarvaldið, en kjörfurstinn gekk þegar í berhögg
við þau, og urðu þau svo hart leikin í þeirri viðureign,
að völd þeirra urðu ekki nema svipur hjá sjón á móts
við það sem áður hafði verið. Hann kom á nokkrum
föstum sköttum í öllum landshlutum og setti sjerstaka
embættismenn, sem voru háðir honum einum, til þess að
annast skattheimtuna, og er það hinn fyrsti visir til
prússneskrar embættisstjettar. Herinn, sem hann kom á
fót, var upphaflega ekki nema 3000 manns, en sú tala
tifaldaðist á rikisstjórnarárum hans. Hann tók mjög þátt
í styrjöldum þeirra tíma og kom oftast ár sinni vel fyrir
borð, en ekki þótti hann trygglyndur bandamaður. Hann
sveik stundum aðra, en aldrei sjálfan sig.
Friðrik Vilhjálmur lagði mikla stund á að reisa við
þau hjeruð, sem komist höfðu í órækt og niðurníðslu í
þrjátiu ára sríðinu, og hafði allar klær úti til þess að
laða útlendinga til þess að taka bólfestu í landinu. Þegar
Loðvik XIV. vann hið alræmda glópskuverk, að reka
Huguenotta úr landi, bauð kjörfurstinn þeim vildarkjör,
enda fluttust 20 000 þeirra til Brandenburg. Varð ríkinu
hinn mesti styrkur að þeim innflutningi, því að Hugue-
nottar voru flestir vel mentaðir, efnaðir og atorkusamir