Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 78
70
Sjera Páll i Selárdal.
[Skirnír
gerði og geðjaðist sjera Páli ekkert að þeirri vorkunsemi
Magnúsar, enda þótt það spilti ekki langri vináttu þeirra.
Um eða skömmu eftir 1670, þá er versta farganið var
farið að sljákka í Selárdal, hefir sjera Páll fengið pata
af því, að Magnús sýslumaður ætlaði að senda bænarskrá
til konungs um, að sakamenn gætu Jeyst sig undan húð-
strokum með fjebótum, og þá eins þeir, sem sakaðir væru
um galdur, en sekt þeirra yrði ekki sönnuð. Þetta þótti
sjera Páli hin mesta óhæfa, og ritaði þá Magnúsi sýslu-
manni brjef, sem enn er til að mestu, en vantar niður-
lagið1. Þakkar hann þar Magnúsi mikillega fyrir marg-
falda mannprýði og velgerninga, biður hann að segja
ekki af sjer sýslunni að svo komnu »og svo er önn-
ur bónin ekki siður,*, segir hann, »að þjer látið það aldrei
liggja eftir yður að supplicera um peningaútlát í staðinn
húðláts illrýndra manna, því sú hón og eftirlæti er stór
stygð guðs. . . . Þetta land sýnist snart mist hafa fjaðr-
irnar, þó svo standi um húðlátalausnirnar, sem komið er;
þá mætti segja það reykjaröld væri snúin í átöld, þegar
ábati stæði rikinu af ristingum og rúnum. Feginn verður
Satan að hjálpa til þess, að hann fái eigi vandarhöggin,
og þakklætisverður þætti honum sá maður, sem útvegaði
sjer þá línkind. . . . Nú trúi eg og trúi ekki, að þjer mun-
uð hafa það í áformi, en eg bið aftur: Supplicerið ekki
á móti guði, látið heldur hýða þá hræsnislaust, því þjer berið
ei sverðið forgeflns*. Því næst víkur sjera Páll að öðru efni,
og segir, að það sje að ganga í geitarhús að leita ullar
að sækja til sín bóklegar listir, »þó mjer hafi verið vel
við þær», segir hann, *þá hefi eg aldrei getað komist
yfir þær, því þeim hefir ei á mig litist, að — mjer er skömm
að skýra frá, mín skjóla lak við brunna — nú ei síst,
því mjer hefir svo farið aftur um sjónina nýlega, síðan
þetta galdraryk fauk mjer i augu, að ei sje nú á þau
1) Lbs. 477 4to i afskrift. Magnús sýslumaður andaðist 24. apríl
1675.