Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 39
32 Sira Þórður i Hltardal og Melabók. [Skirnir
30 árara, var mjer að vísu kunnugt um, að síra Þórður í
Hítardal hafði aamið œttatölubók, en bókina sjálfa þekti
jeg þá ekki, nje vissi, hvort hún væri þá til eða glötuð1.
Bók þessa segir nú útgefandi Melabókar liðna undir lok2.
En þetta reynist nú ekki svo. Bók þessi er þekkjanlega
enn til í afskriftum. I handritasafni Landsbókasafnsins
42. Fol. er afskrift af henni frá 1666 með hendi síra Jóns
Erlendssonar í Villingaholti. önnur afskrift, nokkru
yngri, er, — eftir því, sem harðlærður ættfræðingur segir
mjer, er það hefir rannsakað, — í safni Arna Magnússon-
ar 257 — 258. Fol. Er ættatölubók þessi síra Þórðar merki-
leg, og grundvöllur er hún að ættatölubók síra Jóns á
Lambavatni, sem til er í mörgum afskriftum, og allmikið
er prentað úr í II. bindi Biskupasagna Bókmentafjelagsins,
þó engan veginn eftir bestu heimildum þeirrar bókar.
En þó að ættatölubók Þórðar prests sje enn til, er
sjálfsagt glataður mestur þorri allra menja frá honum.
Er sárast að vita til þess, að sumt af því skuli, ef til
vill, vera liðið undir lok fyrir vangæslu sakir í voru
minni. En svo er, að enginn veit hve margt, hve gam-
alt, hve merkilegt fræða og fornra minna fórst í Hítardal
á árabili því eftir 1872, sem kirkja var þar af feld, stað-
ur lagður þar niður og alt féll í auðn síðan að kalla.
Síra Þórður í Hítardal var einhver glæsilegasti höfð-
ingsprestur hjer á landi á sinni tíð, ættstór, auðugur,
lærður, gleðimaður, gestrisinn og stórveitull; hjelt árlega
jólaboð mikil. Orðlögð er um rausn brúðkaupsveisla sú
í Hítardal, er síra Þórður hjelt 1668, þegar hann gifti
Guðríði dóttur sína Jóni sýslumanni Vigfússyni, miklum
manni — sem hann átti kyn til — og síðar biskupi á
Hólum.
Til eru erfiljóð, kveðin eftir Þórð prest3, og nefnir
höfundurinn sig »J. J. S.«, sem gæti átt að merkja síra
1) ísl. Árt. Kh. 1893—96, bls. 10.
2) Formáli bls. II.
3) ÍBfjel. Khd. 380. 8vo með hendi Gísla Jónssonar í Máfahlið,
dáttunonar sira Þórðar.