Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 121
Skírair]
Utanfarir.
113
mundi hoilara að bjargast við vandræðaástand í nokkur
ár en að óvirða stöðurnar með ógildum mauni æfilangt.
Þau hlunnindi, sem koma ættu til mála., þegar menn
Btunda nám eftir tillögum ríkisstjórnar eða fyrir áeggjan
hennar, eru annars vegar forgangsrjettur til stöðunnar,
er hún losnar, að öðru jöfnu, og hins vegar námsstyrkur,
ef nemanda er hann nauðsynlegur. En jeg tel ónauðsyn-
legt, að styrkurinn sje ölmusa, þ. e. gjöf úr ríkissjóði,
hann ætti að minni hyggju að vera vaxtalciust lán. Lán-
ið skyldi veita í hæfilegum ársskömtum og um hæfilegt
árabil, allan námstímann, ef nauðsyn krefur. Trygging
skyldi aðallega vera lífsábyrgð, sem yrði í vörslum ríkis-
stjórnarinnar og að veði, uns lánið væri greitt að fullu.
A námsárunum ætti ríkisstjórn að greiða iðgjöld af lífs-
ábyrgðum þessum, en sú upphæð ásamt vöxtum skyldi síð-
an bætast við lánsuppbæðina. Líklega mundi óhjákvæmilegt
að krefjast líka ábyrgðar góðra manna, aðallega til trygg-
ingar því að lánið yrði greitt, ef nemandi lýkur ekki námi eða
hafnar stöðu hjá ríkinu. Yrðu ábyrgðir þessar áhættu-
minni en verið hefir til þessa, þar sem lífsábyrgðin yrði
jafnan til tryggingar. Þegar svo nemandi hefir lokið
námi og fengið stöðu hjá rikinu, byrjar hann að endur-
greiða lánið, t. d. 2 árura eftir að hann hefir fengið stöð-
una, og endurgreiðir það að fullu á árafjölda, sem sam-
svarar tvöföldum iánstímanum. Hafi t. d. lán verið veitt
í 5 ár, ætti það að vera endurgreitt að fullu í síðasta
lagi 10 árum eftir að endurgreiðslan hefst. Þó virðist
ekki ósanngjarnt, að einhver hluti lánsupphæðarinnar
yrði látinn falla niður hjá þeitn, er stunduðu nám að
^eggjan ríkisstjórnar, en fengju ekki stöðu eftir tiltekið
árabil, því að rauninni verða þeir allhart úti. Hins
vegar skyldi lánið endurkræft með vöxtum og á skömm-
um tíma, ef maður hverfur frá námi eða lýkur því ekki,
eða hafnar samboðinni stöðu hjá ríkinu að afloknu prófi.
Yrði það í lög tekið, sem jeg gat um áður í grein
þessari, að kandídötum frá háskólanum hjer yrði gert að
skyldu að fara utan að minsta kosti í eitt ár, mætti haga
8