Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 127
Skirnir] Landmörk islenskrar orðlistar. 119
vanalega er hæst metið bjá höfundum skáldsagna. Jeg
minnist þess líka, að einn norrænn ritdómari hefir sagt
G. G. til lofs, að hvergi nokkurstaðar fyndist hjá honum
eitt einasta orð til prýði (»Udpyntning«). Ritdómarinn
leit víst svo á, að þetta bæri vott um dæmalausa sagna-
list. Og það er satt, að það er einsdæmi að sjá svo marg-
ar bækur, án þess að nokkurstaðar bregði fyrir andagift,
skáldskap eða stíl. öfgarnar og uppspuninn, sem ganga
algerlega i bág við alt, sem á sjer stað, eða jafnvel getur átt
sjer stað, á sögusvæðum hans, skýra þó fyrirbrigðið að
nokkru leyti. Þessi höfundur mælir gildi skáldskapar
sins við firn og ótrúleik ósannindanna. — En menn hljóta
jafnframt að spyrja sjálfa sig, hvað geti valdið því, að
almenningur meðal Dana hefir gert mikið úr skáldsagna-
snild G. G. Þótt þetta komi ekki beint við dómum
Islendinga sjálfra um verðmæti ritstarfa hans, þá er
ástæða til þess að gera nokkra skýring um þetta atriði.
G. G. hefir frá upphafi haft ágætt lag á því, að ná kunn-
ingsskap og meðmæluin minni háttar ritdómara og höf-
unda í Danmörku, sem höfðu mætur á því að sjá landa
vora leita til dönskunnar til þess að geta lifað á skrifum
sínum. Það var um það leyti, sem blikur voru farnar
að sjást af frekari sjálfstæðiskröfum íslands gagnvart
Danmörku, er nokkrir Islendingar tóku að reyna fyrir
sjer, hvernig þeirn kynni að takast að komast á danskan
bókamarkað. Þetta var algerlega nýtt fyrir Dani, og
fyrstu spor þessa fámenna rithöfundahóps lágu yfir rudd-
an veg, þar sem engar kröfur voru gerðar til skáldskap-
ar nje listar, heldur aðeins litið á hitt, að »nú voru ís-
lendingar farnir að skrifa á dönsku*. Auglýsingunum var
hentuglega komið fyrir, og það varð smátt og smátt að
vana, að veita þessum fámenna höfundahópi frá sögu-
eynni vernd gegn árásum á rit þeirra. Það mátti ekki
kæfa þessa hreyfingu í fæðingunni. Og smátt og smátt
vöndust menn svo við að kynna sjer hagi íslands og
þjóðlif með því að lesa þessar skáldsögur, sem jafnvel
hjá bóksölumönnum í Höfn hafa um langan tima verið