Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 75
Skirnir]
Sjera Páll i Seiárdal.
67
ar daginn áður, en þóttist þó ekki gerla um það vita,
hvernig þessu væri háttað. Ljet biskup og prestarnir í
ijósi, að þeim væri of ókunnugt um gang þessa máls á
Vestfjörðum, til þess að bænarskrá yrði samin um það, en
hefði sjera Páll sjálfur samið hana og sent, þá skyldi
hún hafa orðið samþykt af allsherjarprestastefnunni. Þótt-
ist biskup ekki geta meira að þessu gert þá að sinni, því
að þetta hefði borið svo brátt að, en mörgum öðrum
störfum að gegna, svo að tími hefði ekki unnist til að
íhuga mál þetta svo ítarlega, sem þurft hefði. Er auðsætt,
að biskup og prestastefnan hafa viljað leiða þetta hjá
sjer og eyða því, en orðað alt sem þægilegast til þess að
móðga ekki hinn mæta og hálærða kennimann, náfrænda
biskups, vin og venslamann.
Jón hjet maður Úlfsson, Guðmundssonar prests á Gils-
bakka, Einarssonar, kominn í móðurætt af Lassa hinum
þýska bartskera í Skáney í Reykholtsdal. Jón hafði ver-
ið i þjónustu sjera Páls, en var farinn frá honum um
þessar mundir. Var hann þá skömmu síðar borinn galdri,
en ekki sjest, að sjera Páll hafi átt þátt í þeirri ákæru,
þótt svo geti verið. Jóni var dæmdur tylftareiður til und-
anfærslu, en fjekk ekki eiðamenn. Elutti Eggert sýslumað-
ur hann þá til alþingis 1671, og þar slapp hann frá líf-
láti, með því að ekkert sannaðist á hann, og hann þverneit-
aði öllu galdrasýsli, en dæmdur var hann til hýðingar,
sem næst gengi lífi hans, og hegningin lögð á hann þar
á alþingi. Eftir alþing hefir Brynjólfur biskup ritað sjera
Páli (þótt það brjef sje nú glatað) og beðið hann að
ámfeina Jón og telja um fyrir honum, með því að hann
vissi, að Jón hafði áður verið honum við hönd. Ritaði þá
sjera Páll Jóni 24. nóv. 1671 langt og einkennilegt að-
vörunar- og áminningarhrjef, sem er stórmerkt skjal1, og
lýsir einkarvel stil sjera Páls, hinum kraftmiklu, en þó
1) Afskriftir af brjefi þessu eru i A. M. 692r, 4to, Rasksafni 108
og Lbs. 477 4 to. Fjórða afskriftin mun vera i handritasafni Pinns Magn-
ússonar i British Mnseum.
5*