Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 91
Skírnir]
Sjera Páll i Selárdal.
83
Þórðar biskups sneri úr frummálinu (grisku) með miklum
skýringum. Vann hann að þeirri þýðingu um og eftir
1680 (sjerstaklega 1681—1682), og sendi biskupi jafnharð-
an. Lauk biskup miklu lofsorði á þýðinguna, kallar hana
»opus egregium et luce publica dignissimum* (þ. e. ágætt
verk og ætti sannarlega skilið að koma fyrir almennings
sjónir), en sagði, að sumir steyttu sig helst á því, að sjera
Páll þýddi ekki nógu nærri orðunum (verbo tenus). Skift-
ust þeir biskup og sjera Páll á brjefum nokkrum á þeim
árum; Ijet biskup í ljósi (1686), að þýðingin ætti að prent-
ast, og virðist sjera Páll hafa haft áhuga á þvi, er biskup
hafði fengið prentverkið ti) forráða, en þá tók að verða
heldur daufara hljóðið í biskupi (sbr. brjef 23. febr. 1688)
og kveðst þurfa að ráðgast um þetta síðar við sjera Pál,
en svo dróst þetta úr hömlu, og hefir þýðing þessi aldrei
prentuð verið. 1688 sendi sjera Páll Guðríði biskupsfrú
ritgerð um kvöldmdltíðina (Tractatum de coena)* 1 2. Sjera
Páll samdi einnig á síðustu árum sínum Prjedikanir út af
sjö orðum Krists d krossinum2 (Crux eloquens). — I hinu
fyrnefnda brjefi til sjera Þórðar kveðst sjera Páll ennfrem-
ur hafa snúið úr hebresku á íslensku Davíðssdlmum, Spd-
dómsbók Esajasar, Jobsbók og Orðskviðum Salomons, öllum
með miklum málfræðilegum athugasemdum og málfræði-
hye nauðsynlegt sje að kunna hebresku og grisku, og að sjer virðist
þeir doktorar og öldungar, sem þær tungur kunni ekki, likir þeim, „sem
jórtra með annara jöxlum og fljúga með annara vœngjum11, og blindir
ölmusumenn verði að eiga undir öðrum að rata götuna o. s. frv. ... Segir að
Septuaginta hafi prettað margan og leitt frá frumritinu. Kveöst hafa
unnið að þýðingunni til þess að lifa ekki eða deyja sem „bestia“. Menn
eigi ekki að þýða ár latinu eða þýskn, heldur „grafa upp gimsteina og
perlur úr ritningarinnar fljótum . . . og koma þvi fengna fje i kröftuga
rœðu, en ei i m»lgi“, o. s. frv.
1) Ritgerð þsssi, ásamt ritgerð um Matteusar fgnðspjall, er i J.
S. 77 4to.
2) Þessar 7 orða prjedikanir með formila eftir sjera Pál 23.
febr, 1699 eru meðal annars i Lbs. 39 4to (eiginhdr.), 414 4to, 477 4to.
enn fremur i Rasks safni 107.
6*