Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 45
88
Afstæðiekenningin.
[Skírnir
að svo er eigi. Ljósgeislarnir voru nákvæmlega jafn lengi
að fara milli A og B, báðar leiðir, eins og milli A og C,
þegar fjarlægðirnar voru þær sömu, í hvaða stefnu sem
speglarnir B og C voru frá A.
Þessi undarlega niðurstaða af tilraun Michelsons er
undirrót hinnar nýju afstæðiskenningar. Þessi einkenni-
lega kenning ber nafn eins manns, próf. Alberts Einsteins
í Berlin. Hún er að langmesta leyti hugsmíð hans, og
sjálfsagt eitt hið mesta andlegt þrekvirki, sem nokkur
maður heíir unnið, þó að fátt eitt verði hjer frá henni
sagt. En af því að hún kemur mjög við hugmyndir
manna um tíma, rúm og mælingar yfirleitt, ætla jeg nú
að snúa, mjer að þeim efnum fyrst um sinn
Upphaf og endir allrar mœlingar — segir Einstein —
er það, að ganga úr slcugga um að tveir punktar falli sam-
an, eða að tveir viðlmrðir verði samtímis. (C.).
Þetta skilst strax, ef dæmi eru tekin. Ef jeg dreg
strik á blaðið og segi að það sje 10 cm. á lengd, þá þýð-
ir það, að ef jeg ber upphafspunkt kvarðans að öðrum
endapunkti striksins og legg kvarðann eftir strikinu, nemi
hinn endapunktur striksins við 10 cm. markið á kvarð-
anum. Eða setjum svo að jeg vildi mæla tímaun milli
leiftursins og þrumunnar. Jeg verð þá að athuga vísira-
stellingarnar á úrinu samtímis því að leiftrið kom, og
vfsirastellingarnar samtlmis því að þruman byrjaði. Þetta
er svo augljóst, að jeg fer ekki um það fleiri orðum.
Af þessu leiðir nú, að til hverskonar timamœlingar út-
heimtist fyrirfram, að mögulegt sje að ganga úr skugga um
samtími tveggja viðburða (þ. e. samtími leiftursins og vís-
irastellinganna á úrinu sem jeg athugaði fyrst) (D).
Við skulum nú reyna að gjöra þetta, reyna að ganga
úr skugga um samtími tveggja viðburða. Nú verða tveir
viðburðir aldrei samtímis á sama stað. Jeg ætla þess
vegna að hugsa mjer að þeir verði á fjarlægum stöðum,
göngu vegna þess, að jeg hygg, að jeg verði þá best skilinn. Annars
ar afstæðiskenningin alveg óháð kenningunni um ljósvakann, og stendur
jafnt hvort nokkur ijósvaki er til eða enginn.