Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 56
Skirnir]
Afstæðiskenningin.
49
Fari ðkipið með vaxandi hraða, verður maðurinn í
káetunni að haga sjer nákvæmlega eins og þessi ímyndaði
lárjetti þyngdarkraftur væri »virki-
\ legur* kraftur. Hanu verðar að halla
sjer áfram, í hreyfingaratefnu skips-
ins, til þess að geta staðið á gólfinu.
Lóð, sem hengt væri í band og fest
neðan í káetuloftið, mundi ekki hanga
»lóðrjett« niður, heldur skáhalt aftur
eftir skipinu. Ef A er krókur í loft-
inu (7. mynd) og á honum hangir
lóðið 0 í bandinu AO, verka á 0
tveir þyndarkraftar, sá »virkilegi«
OP, og sá »ímyndaðic OQ,, sem staf-
ar af acceleration skipsins. Þeir eru
nú settir saman í einn kraft OM, og
M
7. mynd.
verður þá stefna þess krafts um leið stefna bandsins.
Jeg vona að það sje nú orðið ljóst, að vaxandi hreyf-
ing skipsins áfram verkar í káetunni eins og kraftur aft-
ur á bak. I þessu er fólgið hið fræga ekvivalens-princip
Einsteins. Hvorki skynjanir mannsins i káetunui, nje
raælitæki hans, geta skorið úr því, hvort það er vaxandi
hraði skipsins, eða kraftur sem verkar aftur eftir þvi,
sem gerir það að verkum, að lóðið í bandinu hangir
ekki lóðrjett niður.
Hugsum okkur nú, að St væri fjarlæg stjarna, S væri
sólin og J jörðin (8. mynd a.). Frá St ganga geislar í
allar áttir, og jeg skoða sjerstaklega geislann g, sem
stefnir framhjá sólunni og jörðunni. Þegar hann kemur
inn í sólkerfið, inn á það svið, þar sem þyngdarkraftur
sólarinnar er merkjanlegur, er hann kominn inn á rúm-
aukait — frá mjer skoöað — (sbr. neðanmálsgreinina á bls. 18). En þá
«r himinkúlan, frá mjer ekoðað, ekki lengnr hemogen, heldnr verkar
hún eins og matriel hringnr, sem snýst utan um jörðina þar sem ekva-
torialbelti himinkúlunnar er. Þyngdarverkunin frá þessum hring dregur þá
4