Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 47
40
Afstæðiskenningin.
[Skirnir
burðac, er hægt sje að byggja tímamælingu á. Hún yrði
þá á þe88a leið:
Með þvl að blossarnir i vitunum A og B v er ð i sam-
tímis, meina jeg, að jeg sjdi þá samtímis, ef jeg er Jcyr
gagnvart vitunum og jafnlangt frá þeim (F).
Þetta er að vísu mjög mikil tilslökun á hugtakinu
»samtimi«, og heflr víðtæk áhrif, því að með þessu hefir
ljóshraðinn fengið nokkurskonar sjerstöðu í hugmyndum
mínum um rás viðburðanna. En hjá þessari tilslökun,
eða annari slíkri, verður ekki komist, og með þvi að fara
þessa leið, er hægt að fá skýringu á tilraun Michelsons.
Þessi skilgreining á samtími er nú góð og gild fyrir
mig. Þá er að íhuga, hvort hún mundi líka gilda fyrir
annan mann, hvort
hann mundi sjá bloss-
ana samtímis, ef jeg
sje þá samtímis. Nú
getum við ekki verið
báðir á sama stað í
* einu, en við getum þó
báðir verið jafnlangt
frá A og B (4. mynd).
Nú er það augljóst, að
jeg get ekki verið
fyrirfram viss um að
hann sjáí þá samtímis,
þó að jeg sjái þá sam-
timis, því að linurnar
fja.)? n
4. mynd
frá A og B til hans snúa öðru vísi við ijósvakastraumn-
um á jörðunni en línurnar frá A og B til mín. En þar
sem við nú höfum ákveðna skilgreiningu á samtími, get-
um við reynt, hvort svo sje eða ekki. Nú sýnir tilraun
Michelsons, að enginn munur er á ijóshraðanum í eina
stefnu eða aðra, og leiðir þá af því, að blossarnir hljóta
að verða samtímis fyrir honum, ef þeir eru samtímis fyrir
mjer, sje hann jafnlangt frá A og B, og kyr gagnvart
þeim, eins og jeg. —