Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 122
114
Utanfarir.
[Skirnir
því á sama hátt, veita þeim lán með sömu kjörum. Þó
er ekki líklegt, að til þess þyrfti að koma, því að ekki
virðist ósanngjarnt, að Sáttraálasjóður yrði framvegis
nokkru ríflegri á fjárframlög til kandídata en liingað til;
hefi jeg alt af litið svo á, að sjóður þe8si væri uppbót
fyrir forrjettindamissi stádenta við Hafnarháskóla, og
samkvæmt þvi ættu þeir að eiga drjúgt tilkall til hans.
Auk þess virðist mikill styrkur geta orðið að stúdenta-
skiftum við önnur lönd, sem nú eru komin á góðan rek-
spöl fyrir lofsamlegan dugnað stúdentaráðsins. En ráð-
legast fyndist mjer, að hjeðan færu fremur kandidatar
en stúdentar, því að með því lagi mundu farirnar senni-
lega koma að miklu betri notum.
Nú kann einhver að spyrja, hvernig haga skuli lán-
veitingum þessum, hvort það sje t. d. tilætlun mín, að
rikisstjórn veiti hverjum þeim manni lán, sem stunda
vill nám erlendis. Auðvitað kemur mjer það ekki til
hugar. Ríkisstjórn styrkir ekki að jafnaði aðra til náms
erlendis en þá, sem hún hvetur til að leggja stund á
ákveðið nám, og því að eins, að þeir þurfi styrksins við.
Hinir, sem fara utan til þess að stunda nám ótilkvaddir,
eða án þess þeirra virðist þörf, verða að bjargast á eigin
spýtur. Þó teldi jeg sjálfsagt, að ríkisstjórn blypi undir
bagga með þeim, sem hefðu sýnt þess ótvíræð merki á
námsárunum hjer í skóla, að hugur þeirra hneigðist all-
ur að sjerstökum fræðum, þótt ekki virðist vera þar í
svipinn nein mannekla.
Þegar nú til þess kemur að áætla, hve mikinn kostn-
að ríkið myndi hafa af lánveitingum þessurn, verður mjer
ógreitt um svör. Það fer eftir því, hversu marga menn
ríkisstjórn hvetur til náms og hvernig fjárhag þeirra
manna er varið. Fyrra atriðið má rannsaka, en um hitt
verður engum getum leitt. Hins vegar er auðvelt að
gera sjer grein fyrir kostnaðinum af lánveitingu til eins
manns, sem þannig er styrktur, því að samkvæmt tillög-
um mínum á ríkissjóður að greiða alla vexti af lánveit-
ingunni, frá því að lánið er tekið og uns það er að fullu