Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 139
Skirnir]
íslenzkt tónlistareðli.
181
er akapandi íslenzkt tónlistareðli. Lítið hefir þetta verið
rannaakað1, en hjer verður í fyrsta sinni íslenzkt tónlist-
areðli skýrt til nokkurrar hlítar. Islenzk þjóðlög sem
heild, skulu rannsökuð og einkenni þeirra skýrð.
Merkisbók.
Aðallega verður hjer stuðst við hið merka rit Bjarna
Þorsteinssonar, »Islenzk þjóðlög«. Ekki er bókin galla-
lau8, en höfundurinn hefir af einstakri alúð unnið þjóð
sinni ómetanlegt gagn með söfnuu laganna. Óhyggilegt
var að fela að eins einum manni svo vandasamt og mik-
ið verk. Bókin er óaðgengileg og lítt kunn almenningi.
Sumt er þar tekið, sem hefði mátt sleppa (t. d. tíðasöngv-
unum í byrjun), en eflaust er margt til, sem ekki komst
í safuið.
Samanburður.
Ef lýsa á einkennum þjóðlaga, þá er erfiður saman-
burður við önnur þjóðlög fyr og nú, enda munu visinda-
menn þar ekki sammála. öll þjóðlög þeirra þjóða, sem
seinustu fjórar aldir (og lengur) fóru á mis við Evrópu-
tónlistina, hafa einhver einkenni Bameiginleg. Þannig
má í þjóðlögum Indiána finna eitthvað, sem minnir á ís-
lenzk þjóðlög, en ekki er þar um almennan skyldleika að
ræða. Þjóðlög Norðurlanda munu skyldust þeim islenzku,
en ef litið er á þá list, sem þar er þjóðlegust (Grieg,
Sibelius), þá er munurinn mikill, ekki sízt að því er
anda laganna snertir. Islenzku þjóðlögin eru norrænust
og harðgerust.
Fyrst verður hjer lýst almennum einkennum allra
ÍBlenzkra þjóðlaga, en síðan verður tvísöngnum og rímna-
lögunum lýst sjerstaklega.
Einkenni islenzkra þjóðlaga:
I. Lítið hreyfisvið.
Þegar talað er eða lesið upp, þá eru atkvæðin venju-
1) „Studier over islandek Mnaiku, eftir dr. A. Hammerich, beinist
a& nokkru leyti i þesaa átt.