Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 158
150
Bök am aldur Bjálu.
[Skirnir
sem Njáll talar, þá hugsar höf. Njálu, og að milli
þeirra Njáls lágu nærfelt 300 ár, og á því bili hafði
margt drifið yfir Island, og síðast Sturlungaöld, sem
rann af rótum hins forna goðavalds, og að vitrum
manni og forspáum kæmi þá hitt til hugar, að svona
hefði átt að vera, þá hefði betur farið. Á 13. öld
er á Englandi upptök til House of Commons, hefði
margir menn verið svo vitrir sem Njálu höf., þá
hefði skapast líkt á íslandi. Eg hefi mikinn grun á
ýmsum þáttum í Njálu, og það fremr öðrum sögum
í sögulegu tilliti, en ef eg skoða hana sem listasmíði,
Dichtung und Wahrheit, þá finn eg ekkert á íslensku,
sem við hana jafnist. — Eg efast ekki um, að lifað
hafi Arnkell goði og Snorri, slíkir sem Eyrbyggja lýs-
ir; en þó víst sje, að Njáll hafi til verið, þá hefir
aldrei sá Njáll lifað, sem Njála lýsir. Hver maðr
hefir í Njálu sitt verk, sé nokkru breytt, þá raskast
sagan öll. Eg held að Laxdæla segi rétt frá skap-
ferli Rúts, en Njála skapar úr honum annan mann,
réttlátan og góðan. Rútr má þakka fyrir, að þráðr
sögunnar krafði þessa. Höf. skapar yfir höfuð
viðburði og mannlýsingar, eftir þvi sem best hentar,
að Theodice sú eður guðsdómr, sem gengr um alla
söguna, og er sem sál hennar, komi sem ljósast
fram. Sagufræði hans virðist mjer líkust þvi sem
Schiller ykkar segir um sig, að sagan verði að láta sjer
geðjast, hvernig hún falli í sínum höndum. Hingað
held eg að characteres indebiles (sic!) sögunnar eigi kyn
sitt að rekja, Hrapps, Marðar, Hallgerðar, Valgarðar
grá (sem Kristnisaga nefnir summo honore) og hins-
vegar Rúts, Gunnars, Ásgríms, Njáls1. Sumtstaðar er
mér enda grunr á, að höf. hafi búið til menn.
Hefir Höskuldr Hvítanesgoði nokkru sinni til verið?
enginn maður veit enn í dag hvar Hvítanes er; það
er hvergi nefnt, skyldi ekki höf. hafa búið til mann
1) Liklega hefir Flóamannas. rjettara að mæla. Njála á líka
bágt meb aö rjettlæta dráp Ganki TrandiLesonar.