Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 22
Sklrnir]
Þorvaldur Thoroddsen.
15
sem svo segir1: »Pjetur biskup og Jón Sigurðsson hafa
líklega verið höfðinglegastir að útliti allra Islendinga á
19. öld«2. Hjerg hefir ekki verið litið of vel í kringum
sig, enda er svona dómur einskisvirði. Báðir voru þessir
menn vitanlega tilkomumiklir, en flestir þeir, sem nú lifa,.
og eftir hafa kunnað að taka, munu samt kannast við
það, að þeir hafi í nær öllum stjettum landsins sjeð æði-
marga menn, bæði enn lifs og nú liðna, sem væri fult
svo fríðir menn og fyrirmannlegir sem þessir menn tveir.
Væri þar auðgerð álitleg upptalning.
Þá er bók þessari ekki til bóta, hversu höfundinum
finst hann þurfa að leggja sinn dóm oft á sitt af hverju,
sem engin nauðsyn rak hann til að dæma neitt um, enda
eru dómar þeir stundum litilsvirði. Um hina tvo síðustu
Hólabiskupa, Árna Þórarinsson og Sigurð Stefánsson, er
hans dómur sá, að þeir hafi »engir afburðamenn« verið
»og alls ekki færir um! að koma því i lag, sem umbæta
þurfti*. Sá sanni dómur um þessa menn hefir jafnan þótt
sá, að Sigurður biskup var góðraenni, en til Árna bisk-
ups þótti svo mikið koma, að það hefir verið almenn trú,
að Hólastóll mundi seint hafa verið lagður niður, ef hon-
um hefði enzt líf og heilsa; hafði hann i ráði að húsa
staðinn upp stórmannlega úr steini. En hann misti heils-
una og dó ekki gamall. Hann var vitur maður og ein-
beittur, alvörugefinn og eftirlitasamur, og þótti líklegur
til að verða hinn mesti höfuðskörungur sem biskup —
ekki ósvipaður Jóni biskupi Árnasyni frænda sínum.
Nóg er af ekki óáþekkum og álíka rökstuddum palla-
dómum i þessari bók. En mest óprýðir hana þetta leið-
lega ágauð á ýmsa samtíðarmenn Pjeturs biskups, sem
einhvern tíma höfðu ekki verið á sama máli og hann.
Það er að vísu fyrir sig, þó að höfundurinn volgraði nokk-
uð þeim af þessum mönnum, er enn voru lífs, þegar bók
þessi kom út, því að þar var við sjálfa sakaraðila að
1) Bls. 285.
2) Pjetnr bisbnp þótti ófriður maður. Æfisagan bls. 54.