Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 204
IV
Skýrslar og reikningar.
[Skirnir
nokkru af þeira á prent, en alt meginstarf, sem < því efni þurfti
af höndum að inna, var þó enn óunnið, og allur þorri fornrita
vorra lá enn óútgefinn í handritasöfnunum. Það var því eitt hið
fyrsta verk Bókmentafjelagsins að koma á prent Sturlungu, sem
er stórfeldasta sagnarit vort, og hafði alt til þess legið óútgefin.
En um þ&ð leyti, og litlu eftir að því verki var lokið, hófust hin-
ar stórfeldustu framkvœmdir í Kaupmannahöfn um útgáfu fornrita
vorra.
Konunglega norræna fornfræðafjelagið var stofnaö og gaf út
á hinum næstu áratugum Fornaldarsögur Norðurlanda, Fornmanna-
sögrrr eða Noregskonungasögur, og þegar því var lokið, þá hóf
það fjelag að gefa út safn af öllum íslendingasögum, þótt það
safn yrði aldrei til lykta leitt. Jafuhliða þv< tók Árna Magnús-
sonar safnið að gjörast athafnasamt, og gaf út hinar elztu lögbæk-
ur vorar, hlna foruu annála vora, og þegar lengra leið, Snorra-
Eddu á stórfeldan hátt. Bókmentafjelagið sá því, að það þurfti
ekki svo mjög að skifta sjer af fornöldinni, fornritiu mundu
verða gefin út fyrir áliuga þann, sem var vaknaður á þeim er-
lendis. Áhugi og athafnir um útgáfu þeirra hefir og aukist svo,
bæði með Dönum, Norðmönnum, Svíum, Þjóðverjum og Engletid-
ingum, að vjer höfum ekki þurft að hlutast til um það efni að
ööru leyti en þv<, að margir lærðir íslendingar hafa að útgáfum
þessum unnið og skýringu á fornritum vorum og fornbókmentum.
Eftir að Sturlunguútgáfunni var lokið, gat Bókmentafjelagiö
því snúið sjer aö sögu seinni alda, og gaf þá út ágrip eða yfirllt
yfir sögu vora frá þvf að Sturlungu lauk og fram á 19. öld. Eru
það hinar nafnkunnu Árbækur íslands eftir Jón sýslumann Espo-
lín, mesta stórvirki og nauðsynjarit á þeirri tíb, fallega samið, og
altaf til greina takandl um hina sfðari tíma, þó að það sje nú
gjör úrelt um hinar fyrri aldirnar. Síðan liefir fjelagið aldrei skift
sjer af fornöldinni einvörðungu, heldur aö eins < sambandi við síðari
aldirnar, nema að því einu, að það gaf eiuu sinni út nokkrar ís-
lendingasögur, sem, jafnframt að þær væri áreiðanlega útgefnar,
var ætlaö að vera við alþýðuhæfi. Hinsvegar hefir fjelagið gefið
út, sTO sem kunnugt er, mikil ritsöfn, sem taka yfir bæði fornöld-
ina og síðari aldir, svo sem Biskupasögur, Safn til sögu íslandi,
Sýslumannaæfir og Fornbrjefasafnið.
Sagnrit fornaldarinnar eru nú flest fram komin, svo og önn-
ur rlt, lög, helglrit, helgisögur, rímfræði og annað fleira.
Hlnir fornu annálar vorir, sem ná fram í lok 14. aldar, hafa