Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 27
20
Um Landnámu.
[Skirnir
Bteypt báðum saman í eÍDa heild. En eftir því sem vjer
þekkjum skrifara á þeim tímum, þurfum vjer ekki að gera
ráð fyrir því, að Haukur hafi þrætt nákvæmlega frum-
bækurnar orði til orðs. Sjálfur hefir hann og gert breyt-
ingar, þ. e. bætt ýmsu smávegis, einkum sinni eigin ætt-
artölu eða konu sinnar, við. En um þessa viðauka getur
hann ekki. Hann segir að »mikill þori« var það, er
báðum bókum var sameigið, og er það mikilsverð lýsing,
Hefðum vjer nú antiaðhvort Sturlubók eða Styrmis, þá
væri hægt að segja með nokkurn veginn vissu, hvað væri
úr hvorri tekið. Allir hafa verið hingað til á eitt mál
sáttir um, að Styrmis-bók væri týnd og tröllum gefin,
neraa að því er snertir búta þá, sem kynnu að finnast í
Hauksbók. fíauks Landnáma er nú ekki til í heilu líki
1 Bkinnbók hans, en ór hefir týnst því miður æði mikið.
En Jón Erlendsson hafði til allrar hamingju skrifað hana
upp, meðan hún var enn til svo að segja fullkomin, og
er uppskrift hans (þaðan eru hin tilfærðu orð tekin) í
Árnasafni 105 fol., skinnbókarbrotið er í 371 4°- í Árna-
safni er önnur Landnámubók í 107 fol', allmjög frábrugð-
in Hauksbók, líka skrifuð af Jóni, auðsjáanlega eftir skinn-
bók frá siðari hluta 14. aldar, sem annars er gjörtýnd.
Af ýmsu hefir það verið ráðið, að þetta væri uppskrift
af Sturlu-bók, og er það vafalaust. En þó er það líka
vibt, að þetta er ekki bók Sturlu, eins og hann gekk frá
henni; heldur hefir hún orðið fyrir ýrasum smábreyting-
um og viðbótum.
Nokkru fyrir 1843, er fornfræðafjelagsútgáfan birtist,
hafði fundist skinnbrot (2 blöð), er á var upphaf Land-
námu, en með öðru móti en í hinum alkunnu handritum.
Þar vantaði allan innganginu og upptalning þeirra, er
fyrstir fundu Island. I annan stað byrjaði þessi bók með
Sunnlendingafjórðungi að austan, alla leið frá takmörkum
hans og Austfirðingafjórðungs, og fór svo vestur á við
og hringinn í kring eins og hinar. En í þeim klofnar
fjórðungurinn i tvent um Ingólf og landnám hans. Megin-
málið hefst á honum og þvi og fer svo vestur á við og