Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 181
Skirnir] Um Eriðrik Vilhjálm I. Prúesakonung. 173
inn þegar hann var að leggja af stað, ásamt vini sínum,
Katte liðsfonngja, sem hafði ætlað að fiýja raeð honum.
Annar Jiðsforingi, sem bafði verið þeim hjálplegur, komst
undan.
Konungurinn gekk berserksgang. Nú kom þá fyrst í
ljós, hvað í Friðrik bjó! Hvar og hvenær höfðu slík
endemi heyrst? Prússneskur ríkiserfingi hafði reynt að
strjúka úr landi, prússneskur liðsforingi að svíkjast úr
herþjónustu! Það var tvöföld dauðasök! Á heimili kon-
ungs var hræðilegt umhorfs þá dagana. Konungurinn var
svo óður, að hann vissi ekki hvað hann gerði, og þorði
engina við hann að mæla. Sjersaklega bitnað þó reiði
hans á elstu dóttur hans, sem altaf hafði verið mjög
samrýnd bróður sínum. Friðriki og fjelaga hans var auð-
vitað samstundis varpað í strangasta varðhald, og her-
dómur settur til þess að dæma þá. En dómurinn taldi
sig ekki eiga með að dæma mál rikiserfingja — hann
væri konungborinn maður og ætti engan dómara yfir sjer,
nema konunginn eiuan. Dómurinn skaut því öllu hans
máli »undir föðurlega mildi« konungsins. Hins vegar
dæmdi meiri hluti dómaranna Katte til ævilangrar þrælk-
unar, og vildi ekki hafa dóminn harðari, með því að
tvent væri, tilraun til glæps og framinn glæpur. Þeim
dómi reiddist konungur mjög og heimtaði af dómurunum
að þeir breyttu honum og »dæmdu rjett!« En dómstóll-
inn ljet sjer hvergi um þoka, og stóð við hinn fyrri dóm.
Konungur breytti þá dóminum sjálfur i dauðadóm, og ljet
höggva Katte fyrir framan fangelsisglugga sonar síns.
En hvað átti að gera við Friðrik? Því hefir áður
verið haldið fram, að konungur hafi í upphafi ætlað sjer
að láta taka hann af lífi, en mildast fyrir árnaðarorð
keisarans og ráðgjafa sinna og vina. En það mun ekki
rjett, svo harða refsingu ætlaði Fr. V. sjer aldrei að leggja
á son sinn, en hitt var honum fast í hug að gera hann
arfiausan. Smásaman sefaðist hann þó, og ákvað, að
Friðrik skyldi vera í eins konar varðhaldi fyrst um sinn
og nota tímann til þess að kynna sjer umboðsstjórnina í