Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 29
22
Um Landnánm.
[Skírnir
nema Haukebók. Hafa því þessir leshættir, sem skrifaðir
eru, sjálfstæða þýðingu.
Það er nú auðsjeð af þessu, að Hauksbók getur ekki
með nokkuru móti verið frumbókin, nema þar sem beint
er skrifað upp úr henni og sagt til þess. Þar að auk
eru og svo mörg afbrigði annars, að um það er ekki að
ræða. Textinn getur þvi ekki verið blendingur af henni
og annari bók. Beri maður nú saman Melabók þessa við
Sturlubók, eru afbrigðin enn meiri, svo að það er óhætt
að segja, að hún er heldur ekki skrifuð upp að nokkru
leyti eftir henni. Með öðrum orðum: það er ekki hin
minsta ástæða til að álita, að textinn í 106 sje svo til
kominn, sem ætlað hefir verið, heldur er hann frá upp-
hafi til enda uppskrift af einni og sömu frumbók.
Áður en jeg held áfram skal eins merkilegs einkennis
við 106 getið. í 112 finnast 12 blöð úr Landn., líka
með hendi sjera Þórðar. Hafa menn haldið, að hann hafi
skrifað hana alla tvisvar upp. En þessu er ekki svo
varið. Menn hafa ekki tekið eftir þvi, fyrr en nú, að
106 var gefið út með öllum ummerkjum, að það er skrif-
að með tveimur höndum. Fyrstu 10 blöðin og 15.—16.
bl. eru ekki með hendi Þórðar; heldur hefir Helgi prest-
ur Grímsson (d. 1691) skrifað þau. En þau svara ná-
kvæmlega. til blaðanna í 112 Það eru einmitt þessi blöð,
sem hafa heyrt til uppskrift Þórðar í 106, en á einhvern
hátt hafa þau orðið viðskila við aðalbókina og komist á
flæking (Árni fjekk þau 1703 frá Saurbæ á Kjalarnesi);
en svo hefir sjera Helgi fylt 106 með því að skrifa upp
— einmitt týndu blöðin. Þetta er lán með óláni; 106 er
því einmitt upphaflega handritið að texta til; stöku óná-
kvæmni hjá sjera Helga er svo lítilvæg, að þess gætir
ekki. Jeg þekki ekkert annað dæmi þessu líkt um með-
ferð og forlög handrita. Nú hefir Árnasjóðsstjórn gefið
út alt 106, eins og það er með þeim fáu og smáu frá-
vikum í 112.