Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 9
2
Árni stiftprófastur Helgason.
[Skirnir
sannar það að sjálfsögðu ekki, að mannfólkið í útkjálka-
sveitunum sé alls yfir lakar gefið en annarstaðar, heldur
ber að minu viti að setja það í samband við erfiðari lifs-
aðstöður manna á slíkum stöðum, í kreppu einangrunar og
látlausrar baráttu fyrir fátæklegri tilveru sinni við óblítt
veðráttufar, harðindi og margvíslega erfiðleika af náttúr-
unnar völdum. Hins vegar má aftur ganga að því vísu,
að hafi fæddum útkjálkamanni og útkjálka-uppalningi tek-
izt að losast úr kreppunni og verða þjóðfélagi sínu sann-
ur atkvæðamaður, þá hljóti hann og að vera yfirburða-
maður að upplagi.
Svo var þá og um þann mann, sem nefndur er í fyr-
irsögn þessarar ritgerðar, Árna stiftprófast Helgason. Hann
var fæddur og uppalinn í mikilli fátækt í mestu útkjálka-
og harðindahéruðum vestanlands — í Aðalvík og í Grunna-
vik, sem í þá daga þóttu standa einna lægst allra íslenzkra
sveita í menningu. Það átti engu að síður fyrir honum að
liggja að verða einn af öndvegishöldum þjóðar vorrar á
fyrri hluta 19. aldar og í mörgum greinum höfuðprýði henn-
ar sökum gáfna, lærdóms og mikilla mannkosta. En það
átti sérstaklega fyrir honum að liggja að geta sér nafn,
sem lengi mun minnst verða í menningarsögu vorri, svo
sem annar af aðalstofnendum þess félagsskapar, sem menn-
ingarlíf vort er í hvað mestri þakkarskuld við urn næstlið-
ið aldarskeið, hins íslenzka Bókmenntafélags, og svo sem
fyrstur forseti þess hér á landi I fullan mannsaldur.
Er því ekki ástæðulaust, að þessa merkismanns sé
minnst í tímariti þessa félags, i tilefni þess, að á þessu
ári eru liðin 150 ár frá fæðingu hans.
Árið 1776 vígðist til Staðar í Aðalvík ungur maður,
sunnlenzkur að ætt og uppruna, Helgi Einarsson frá Þránd-
arholti, Hafliðasonar prests í Hrepphólum. Glæsilegt var
embættið ekki talið, sem hann vígðist til, eitt af mestu
útkjálka-prestaköllum landsins. Hann mun hafa kvænzt
sama árið, en konan hét Guðrún Árnadóttir, prests i Gufu-
dal Ólafssonar. Fátæk voru þau bæði, en ef til vill hefir