Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 11
4 Árni stiftprófastur Helgason. [Skírnir
að framfarir hans við skólabóknámið urðu eins góðar og
þær urðu.
Við Hólavallaskóla var lítið kennaraval. Skólameistar-
inn, Gísli Thorlacius (bróðir hins nafntogaða lærdómsmanns
Skúla Thorlaciusar, Frúarskólarektors), var óreglumaður
fram úr hófi, svo að sjaldan sá sólina. Varð því að setja
honum aðstoðarmann, bæði til kennslu og skólastjórnar.
Það var Jakob stúdent Árnason, er frá 1799 varð prestur
í Gaulverjabæ (f 1855). Einnig kendu þar þeir Arnór
Jónsson, er síðar varð prestur í Vatnsfirði (f 1853), og
Brynjólfur Sívertsen, er 1797 varð tiómkirkjuprestur í Reykja-
vik, en síðar prestur á Útskálum (f 1837). í bréfi frá 1851
minnist Árni þessa síðastnefnda kennara síns svo sem þess,
»sem ég enn í dag heiðra mest af öllum mínum kennurum
og ekki fyrir það, hve vel það var gjört, heldur fyrir þá
alúð, sem hann sýndi í sinni köllun og með fram af því,
að hann var svo guðlegur nær sem hann kom í nánd við
hið guðlega«. Á hina kennarana veit ég ekki til að hann
ininnist nokkru sinni í bréfum sínum.
Eftir fjögra ára skólavist (1799) var hann útskrifaður
með miklum heiðri af settum skólameistara Jakobi Áraa-
syni. Svo ungur sem hann var, gat hann ekki hugsað til
prestskapar í bili, tæpra 22 vetra. Hugurinn stóð til utan-
ferðar, til háskólanáms, en efnin leyfðu ekki. Réðist hann
þvi ári síðar heimiliskennari í Skálholti hjá biskupsfrú Val-
gerði Jónsdóttur, ekkju Hannesar biskups, og gjörðist þar
eftirmaður Steingríms Jónssonar (síðar biskups), er fór ut-
an haustið 1800. Áiti hann að kenna ungum börnum bisk-
upsekkjunnar. Eitt þeirra var Sigríður Hannesdóttir, er
löngu seinna (1835) varð síðari kona hans. En í Skálholti
kyntist hann einnig Guðnýju Högnadóttur, bóndadóttur frá
Ytri Skógum undir Eyjafjöllum, er varð fyrri kona hans.
Mun hún hafa lofast honum áður en hann fór úr Skálholti.
Ekki hafði vistin í Skálholti gjört hann afhuga því að fara
utan, heldur hafði löngunin miklu fremur aukizt, og ef til
vill með fram fyrir það, að frú Valgerður hafði heitið hon-
um einhverjum styrk til utanferðar. Þó vildi Árni ekki