Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 218
Skirnir]
Georg Brandes.
211
ar rannsóknir og barizt á móti og afvegaleitt heilbrigðar
tilfinningar mannanna. Hann hafði viðbjóð á meinlætakröf-
um kristindómsins og skynsemisafneitun trúfræðinnar. Hann
var fæddur húmanisti og hafði frá æskuárum verið hugfang-
inn af grískri menningu og teygað í sig anda hennar, en
meðal rithöfunda hinna síðari alda höfðu engir haft svo
rík áhrif á hann sem Goethe, hinn mikli heiðingi, og Vol-
taire, skæðasti fjandmaður allra opinberaðra trúarbragða,
sem nokkru sinni hefir uppi verið. Brandes laldi hrun hinn-
ar grísk-rómversku menningar hræðilegasta viðburð mann-
kynssögunnar. Hann leit svo á, að fullkomin mannleg heil-
brigði hefði verið höfuðeinkenni hennar. Aldrei hefði grísk-
um eða rómverskum manni komið til hugar að líta á nátt-
úruna sem eign og óðal djöfulsins. Þeir þekktu engan
»syndum spilltan heim«, og í þeirra augum hefði það verið
hin fráleitasta ósvinna að afneita, plága og pína sinn eigin
líkama. Grikkir — en ekki Gyðingar — lögðu grundvöllinn
að öllum vísindum og allri heimspeki Norðurálfumanna, og
það tókst þeim m. a. vegna þess, að skynsemi þeirra var
ómyrkvuð og ófjötruð af lærdómsgreinum þröngsýnna og
skammsýnna trúarbragða. Skynsemi mannsins hefir stjórnað
hverju feti, sem hann hefir stigið áfram, frá því er hann
brauzt úr dýrshamnum, skynsemi sinni á hann allt að þakka:
öll andleg afrek, stór og smá, allar uppgötvanir, stórar og
smáar, alla menning og allar framfarir, sem orðið hafa í
mannheimi frá upphafi vega.
Að vinna á móti mannlegri skynsemi, að rugla hana og
trufla heilbrigða starfsemi hennar er því hið versta verk,
sem unnið verður í þessum heimi. Það er höfuðglæpur,
sem aldrei verður bætt fyrir. En þann glæp hefir kirkjan
drýgt á öllum öldum. Brautryðjendur frjálsra rannsókna
hafa átt höfuð sitt í hættu, eða teflt frelsi sínu og tíman-
legri velferð í tvísýnu frá því er endurreisn lista og vís-
inda hófst þangað til á 19. öld. Nú hefir að vísu tekizt að
reisa svo öflugar skorður við valdi kirkjunnar, að vísinda-
legum rannsóknum er engin veruleg hætta búin úr þeirri
átt, en þó drottnar hún enn þá yfir hugum alþýðunnar í
14*