Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 182
Skírnir] Refsivist á ísiandi. 175
izt, ef Magnús amtmaður hefði ekki loks tekið málið í sín-
ar hendur, ákveðið upp á eindæmi sitt að húsið skyldi
vera á Arnarhóli og látið byrja á smíðinni árið 1761.')
Geta má þess, að á þessum árum kom Collet amtmað-
ur í Þrándheimi fram með þá tillögu að flytja íslenzka
fanga til Finnmerkur. Yfirvöldin íslenzku tóku því máli
fjarri, og getur höf. þessa á bls. 23—24. Til viðbótar því,
er hann segir þar, má geta þess, að þetta komst að nokkru
leyti í framkvæmd. Það er svo.að sjá, að konungurinn,
Friðrik 5., hafi orðið hrifinn af þessari hugmynd. 9. maí 1763
bauð hann forseta rentukammersins munnlega, að láta senda
11 hegningarvinnufanga íslenzka, er þá voru í Kaupmanna-
höfn, 6 karla og 5 konur, til Finnmerkur, »for at formere
Befolkningen«.1 2 3) Þó skyldu fangarnir því að eins fara, að
þeim væri það ljúft sjálfum. Engar sögur fara af því, að
karlmönnunum væri þetta á móti skapi, og 17. júní s. á.
veitti konungur þeim öllum uppreist æru,:i) og með það
hafa þeir sjálfsagt verið sendir norður til Finnmerkur, til
að byrja þar lífið að nýju, en konurnar vildu ekki fara, og
30. maí kom enn munnleg skipun frá konungi um að þær
skyldu fara, hvort sem þær vildu eða eigi.4) Er ekki á-
stæða til að ætla annað, en að þeirri skipun hafi verið hlýtt.
Það var fremur óvenjulegt, að konungur gripi þannig per-
sónulega fram í stjórnarframkvæmdina, með munnlegum
fyrirskipunum, og sýnir þetta, að honum hefir litizt þessi
tillaga vera hið mesta snjallræði.
Á tímabilinu 1761—1816 má segja að meginþátturinn
i sögu refsivistar hér á landi sé saga betrunarhússins á
Arnarhóli. Björn Þórðarson segir sögu þeirrar stofnunar í
riti sínu, rækilega og itarlega og hefir hann tekið það ómak
af öðrum fyrir fullt og allt, að rita þá sögu. Á hann miklar
þakkir skilið fyrir það. Heimildirnar að sögu betrunarhússins
eru ótrúlega miklar. Eru þær flestar óprentaðar, og eigi
1) Bj. Þórðarson: Refsivist bls. 17—37.
2) Lovs. f. Isl, III. bls. 459-460.
3) Lovs. f. Isl. III. bls. 466.
4) Lovs. f. Isl. III. bls. 461.