Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 67
60
Bölv og ragn.
[Skirnir
Hermanns von Bremen, þá ætti það að vera augljóst, hve
mikla kosti tölurnar hafa fram yfir önnur orð til þessara
nota. Talnaröðin er óendanleg. Hve reiður sem maður er,
þá brestur hann aldrei nýtt og nýtt orð, þó að hann héldi
áfram að telja meðan hann gæti dregið andann. Þeir, sem
helzt svala sér á blótsyrðum, eru oft menn, sem lítið eru
upp á bókarament, og þessi andlega áreynsla að telja einn,.
tveir, þrír, fjórir, fimm.......mundi því brátt dasa þá og
þeim renna reiðin. Þá verður ekki heldur sagt, að neitt
ljótt sé í tölunum, engin þeirra hefir vonda merkingu, nema
þá ef vera skyldi 13, og engin þeirra er lengur svo lieilög,
að það sé nein goðgá að nefna hana. Eg held því, að þetta
ráð væri tilvalið.
Eg geng þó ekki gruflandi að því, að erfitt verður að
venja menn af gömlu blótsyrðunum og ekki sizt blessuð
börnin, sem sum eru miklu leiknari i þeim en talnaröðinni.
Eg minnist þess, að þegar eg var krakki, þá fór eg og
flestir á heimilinu í »punktafélag«. Það var einskonar
blótbindindisfélag. Félagsmenn keptu hver við annan í því
að blóta sem minst, og til þess að hafa eftirlit með þessu,
hafði hver félagsmaður dálitla bók í vasanum, þar sem hann
setti blýantspunkt fyrir hvert blótsyrði, sem honum hraut
af vörum, hvar sem hann var staddur, hvort sem hann var
að eltast við óþægar kindur upp um háheiðar eða sat á
rúminu sínu í baðstofunni. Á hverju laugardagskvöldi voru
svo bækurnar bornar saman, til að sjá, hver væri mestur,
þ. e. hefði fæsta punktana. Eg þarf ekki að taka það fram,
að tíundarsvik þektust ekki. Þó að nú þessi félagsskapur
reyndist góður í bili, þá bölva bæði eg og aðrir fyrver-
andi félagsmenn enn í viðlögum. Eg held því, að grípa
verði til annara ráða. í eðli sínu eru blótsyrðin framleiðslu-
tæki, þau eru upphaflega hugsuð og oft ósjálfrátt notuð
sem tæki til að framleiða bölvun þeim til handa, sem blót-
að er. Eg býst þvi við, að þeir, sem halda fram þjóðnýt-
ingu á öllum framleiðslutækjum, mundu vilja þjóðnýta blóts-
yrðin. Eðlilegast væri þá að banna öllum mönnum að bölva
fyrir sjálfs síns reikning og fela einhverri sérstakri stétt að