Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 192
Skirnir] Ferill Passiusálmahandrits síra Hallgr. Péturssonar.
185
syni hefir verið ætlað það til eignar þá þegar, þótt hann
sjálfur telji sér ekki heimila eign á því fyrr en 19. mars
1856, eins og hann hefir sjálfur sett framan á skjólblað
handritsins, hvernig sem á því stendur. Má vera, að hand-
ritið hafi orðið af ferðinni og ekki komizt af stað um leið
og bréfið. En þegar handritið korn í hendur Jóni Sigurðs-
syni, hefir hann vafalaust kannað það, talið líklegt, að það
væri með eiginhendi síra Hallgrims, skrifað Jóni Guðmunds-
syni og innt eftir því, hvað hann skuldaði honum fyrir það.
Þetta má sjá af bréfi Jóns Guðmundssonar, dags. 24. maí
1856 (og er það varðveitt í sama stað, JS. 142, fol.). Er
hér settur kafli úr því, sem lýtur að þessu:
»Lítt gengur mér að útvega þér skruddur, en fyrir
þetta litla bið eg þig ekki »fornerma« mig með að tala um
að borga; eg hefði getið verðsins á handriti síra Hallgríms,
ef eg hefði ætlað þér að borga það. Hvort sem það er
ekta eður ei, þá mun það stolið vera að upphafi1) eða
hnuplað frá Ólafi Stephensen eður börnum hans, Magnúsi
eða Ragnheiði á Leirá, ef ekki frá Magnúsi Gíslasyni eða
frú hans, Þórunni, en hún gat hafa eignazt frá frændfólki
sínu í Einarsnesi, því þú veizt, að Hallgrímur Pétursson
gaf og ánafnaði þeim Einarsness-systrum eitt exemplar; en
að þetta1) handrit er frá Leirá, mun hægt að rekja«.
Jón Guðmundsson virðist þá helzt ætla það í þessu
bréfi, að handritið sé runnið frá Einarsnesi í öndverðu, og
mun það athugað síðar, en þar sem hann nefnir .Einars-
ness-systur’, þá er það sprottið af misskilningi, sem síðar
mun sýnt. Að öðru leyti segir hann að eins undan og
ofan af um heimildir sínar. Hefir Jón Sigurðsson þá geng-
ið fastara að nafna sínum og hann þá loks leyst ofan af
skjóðunni til fulls í bréfi, dags. 18. ágúst 1856 (það er
og í JS. 142, fol.). Um þetta skal þessi kafli úr bréfinu
settur hér:
»Þú mátt ekki firrtast, þó eg sé ónýtur og smekklaus
í skræðuútvegununum fyrir þig; eg tek allt en bloc, sem
1) Auðkennt í sjálfu bréfinu.