Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 135
128
Tyrkja-Gudda.
jSkírnir
Freyju tára foldin rjóð,
fögur á kinn að lita,
eignist þessi óbreytt ljóð,
ef þau vildi nýta.
Nafni hennar hrósa þeir
úr hernaði koma tíðum,
riddarinn kann að rjóða geir
og renna blakki fríðum.
Þeir, sem koma heilir heim úr hernaði, lofa guð.
Riddarinn rýður geirinn og ríður hestinum. Nafnið er
Guðríður. Öðruvísi get eg ekki ráðið það. Nú var
Guðríður að vísu algengt nafn, og til má nefna fleiri en
eina Guðríði, sem Hallgrímur hefur þekkt, fyrir utan konu
sína, en enga, sem sennilegra er, að hann ávarpi með þess-
um hætti. Verður þá ekki annað sagt en vel sé henni
vandaðar kveðjurnar. Og ekki hefði Hallgrímur farið að
tileinka henni rímurnar, nema hún hefði haft gaman af
skáldskap og sambúð þeirra verið sæmileg. Þess má geta
iil gamans, að þar sem sagt er frá Rannveigu, konu Þor-
bjarnar á Sauðafelli, gerir skáldið þessa athugasemd:
Silkihrundin sinnis ill,
sú er plágan skæða,
hógvær kann með hefð og snill
hvers kyns meinin græða. (I, 35).
Þetta mætti að vísu skilja sem áminningu til Guddu.
En varla hefði Hallgrímur kveðið svo að orði, ef hún hefði
verið slíkt forað sem þjóðsögurnar segja. Það hefði verið
of mikið skens í rímum, sem ortar voru fyrir sjálfa hana.
Þó að ekki verði dregnar beinar ályktanir um Guðríði
af börnum þeirra Hallgríms, er rétt að minnast hér þeirra
tveggja, sem nokkuð er kunnugt um. Steinunn dó á fjórða
ári. Má sjá það af tvennum erfiljóðum, er faðir hennar
kvað eftir hana, að hún hefur verið yndislegt barn, »næm,
skynsöm, ljúf í lyndi«, og augasteinn föður síns. Eyjólfur
var heitinn eftir fyrra manni Guðríðar. Hann var með
föður sínum ineðan þeir lifðu báðir, bjó eftir hann á Fer-
stiklu, en varð ekki gamall, svo sem áður getið. Páll lög-