Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 244
Skírnir]
Ritfregnir.
237
mannsskrokk, heldur dýra, sbr. Gaaseskrog (það orð vantar!)
Vankant = skakki, misbrýni. Orðið er einkum notað um brúnar-
skakka á fjölum. Velociped = reiðhjól, hjólhestur. Réttast hefði
verið að setja i sviga: .venjul. Cycle', því að orð þetta er nú sjald-
gæft og oftast um úrelta gerð reiðhjóla. rar = sjaldgæfur, sjald-
fenginn, sjaldséður, fágætur; góður, inndæll. Hví svona mörg orð
um jafn fágæta merkingu, eins og sú hin fyrri er?
Þá er að nefna nokkur dæmi, þar sem mér virðist vanta merk-
ingar, sem ástæða hefði verið til að taka:
Islænder, Islænding = íslendingur. Hér hefði átt að standa:
Islænder = íslendingur; islenzkur hestur. Islænding = íslend-
ingur. file = sverfa, fága. Bæta hefði átt við í breyttri merkingu
,hefla‘: Naar en Salme er fœrdig, filer han lœnge paa den (Bang).
Hanebjælkeloft, (viðbót) háaloft. Hellenist, (viðbót) grískufræð-
ingur. maadelig, (viðbót) laklega (sem einkunn í skóla). Styr-
volt er upphafl. e. k. spil. Klausul, (viðbót) fyrirvari. Svang:
gaa i S., (viðbót) vcere i S. Maal, (viðbót) tungutak, framburður,
hreimur: dit Maal mber dig. Amager. Þar er tilfærð merkingin
,skröksaga‘, ætti heldur að vera .ótrúleg lygasaga1 (eiginlega saga,
sem hægt er að telja Amakursbúa (en Amager) trú um). Þessi merk-
ing er úr mæltu máli og talsvert sjaidgæfari en sú, er nú skal
greina: Þegar einhver fullvissar um, að hann segi satt, bregður
hann til áréttingar hendinni á barkann og segir: Amager! Áður
fyr var höggstokkurinn hafður á Amakri og merkir þá hreyfingin
og orðið, að sá bjóðist til að láta hálshöggva sig á Amakri, ef
hann fari með rangt mál.
Loks skulu nefnd nokkur þeirra orða, er ég sakna. Tel ég
ekki önnur en þau, sem mér finnast merkilegri en sum þau, sem
tekin eru, en um það kunna að vera skiftar skoðanir.
Alfons, melluvinur, melludólgur; Alfonseri. Formel Hilsen,
kurteis, en fálát kveðja. hamstre, afla sér e-s í laumi. Á striðs-
árunum var það títt, þegar litið var um einhverjar lifsnauðsynjar,
að settar voru regiur til þess að koma í veg fyrir, að einstakir
menn legðu undir sig of mikið af slikum nauðsynjum. En margir
höfðu samt allar kiær í frammi og varð oft vel ágengt í laumi. Sú
athöfn var kölluð ,at hamstre', sbr. Hamster = hamstur (e. k. nag-
dýr). Helle, er nafn á griðastað fótgangandi manna milli gatna.
Orðið er nýlegt, en smellið. Huskekage = löðrungur. Jordles
Husmand = þurrabúðarmaður. Konception; i bókinni er kon«
cipere. Rasmus, ráðrík kona: hun er en rigtig Rasmus. Senge-
forlægger = lítil ábreiða fyrir framan rúm. Svinepels = óþokki
(skammaryrði). Tank = brynvarin bifreið. Strandvasker = sjó-
rekið lík. —