Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 124
Skírnir] Tyrkja-Gudda. 117
mönnum algjörlega á óvart, að Tyrkinn kæmi sjálfur al-
skapaður hér til lands og eirði engu. Við þau tíðindi sló
þeim ótta yfir þjóðina, sem eymt hefur eftir af allt fram
á daga þeirra manna, sem enn eru á lífi. Það er því ekki
að ástæðulausu, þó að menn rifji þessa atburði eitthvað
upp fyrir sér nú í ár.
Eg tel öðrum skyldara en mér að rifja upp landvörn
Holgeirs höfuðmanns Rósenkranz og önnur þau afrek, er
til landssögunnar heyra. Vafalaust minnist líka prestastétt
vor ártíðar píslarvottsins í Vestmannaeyjum. En áhrif Tyrkja-
ránsins á sögu íslenzkra bókmennta eru ekki einungis í því
fólgin, að það tók fyrir sálmakveðskap síra Jóns Þorsteins-
sonar. Hernámið gerði sira Ólaf Egilsson, nágranna hans,
að ferðabókarhöfundi, og er það merkilegur þáttur í bók-
menntasögu vorri. Það má líka telja, að tvennir atburðir,
herferðir og liflát Jóns biskups Arasonar og Tyrkjaránið,
hafi átt drýgstan þátt í því að vekja sagnaritun vora úr
dvala. Þá kallaði og ránið fram skriðu af formælingum
yfir höfuð Tyrkjans, og voru margar þeirra í bundnu máli.
Þær voru helzta landvörnin. En í því lýsir sér ekki ein-
ungis vantrú á handaflið, heldur gömul og rótgróin trú á
mátt skáldskaparins. Menn trúðu því, að síra Magnús Pét-
ursson á Hörgslandi hefði sökkt 18, sumir sögðu 30, Tyrkja-
skipum með Tyrkjasvæfu sinni, enda eru særingar hans
býsna mergjaðar:
Á þá striður standi
stormur af sjó og landi,
fenju gríðar grandið
grenji í hverju bandi,
allt þá slái, hreki og hrjái
á himni og jörð verkandi,
kvika flái, klárt af mái
kvölin nærverandi.1)
Það má brosa að þessum kveðskap nú. Eitt er víst:
Tyrkinn kom ekki aftur. Og 17. aldar menn hafa ekki verið
einir um það í sögu vorri að heyja landvörn sína með
stórum orðum, sögðum eða skráðum.
1) Tyrkjaránið 520—21.