Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 45
38
Árni stiftprófastur Helgason.
[Skírnir
ekki hér á íslandi; hér er það miklu fremur gagnstætt því
að vera virðingarvottur; þeir sem hér hljóta metorð, eru
kallaðir »kongsþrælar« . . . En ég tek öllu þessu með jafn-
aðargeði. Það eitt hefi ég á móti þessum metorðum, að
þeim fylgja útgjöld. Ég hef ekkert að athuga við það, að
auðmenn verði fyrir slíkum útgjöldum, eða menn, sem hafa
til brunns að bera það, sem Holberg kallar »honette am-
bition«, og óska sér slíkra hluta. En okkur vorkenni ég,
sem á gamals aldri verðum að svara jafn óeðlilegum skatti.«
Ári síðar minnist stiftprófastur enn einu sinni á metorða-
skattinn í sambandi við efnahag sinn að öðru leyti: »Áhyggj-
ur vegna afkomunnar hef ég engar og enga ástæðu til slíkra
hluta. En mest er mér hjálpin að því, að ég er alinn upp
við næstum því ótrúlega fátækt og vanur því að synja mér
um allan óþarfa, og jafnvel um sumt, sem flestum er nauð-
synlegt talið. Mér er langtum ljúfara að fara einhvers á
mis, en að biðja um eitthvað . . . Mér var þvert um geð,
er ég lét telja mig á að sækja um eftirlaun, sem í raun
réttri er útgjöld fyrir vinnulýðs-stéttina í þjóðfélaginu. En
þegar stiftsyfirvöldin, er ég beiddist lausnar, lögðu það til,
án minnar vitundar og í raun réttri gagnstætt ósk minni,
að mér yrðu veitt hærri metorð (Rang) og af því leiddi
fyrir mig 40 rdl. skattur, gat ég ekki staðizt freistinguna
annað hvort að sækja um sérstök eftirlaun, eða að losna
við metorðaskattinn. Hið fyrra var mér veitt, en synjað
um hitt, nema fyrir tímann, sem liðinn er frá 7. okt. 1858.
En hvað segir þú um fjármálastjórn, sem neitar um eftir-
gjöf á 40 rdl., en veitir mér 300 rdl. ár hvert? Önnur eins
fjármálaspeki hefði ekki verið mér hentug, en hér finnst
mér, að ég hafi ekki ástæðu til útásetninga. Ég meira að
segja get fagnað yfir flónskunni með metorðatignina, sem
með þessum hætti hefur orðið mér mikill ávinningur. . . .«
Siðustu tiu árin, sem stiftprófastur iifði, átti hann ró-
lega daga og æfikveld hans varð hið friðsælasta sem ósk-
að verður. Bréf hans til Dahls prófessors vinar hans gefa
góða hugmynd um þetta. Hann hafði um æfina verið
fremur heilsugóður. Árið 1845 fékk hann þó, 68 ára gam-