Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 205
198
Georg Brandes.
[Skírnir
Suður á Ítalíu skildist honum fyrst, hvert hlutverk
honum var ætlað heima fyrir. »Eg vissi, að eg bjó yfir
hugsunum, sem enginn hafði hugsað heima, og því þóttist
ég hafinn yfir ástandið í Danmörku. Ekki af þötta; því að
ég hafði oft upp fyrir mér hin alþekktu orð: je suis trés
humble quand je me juge; mais je suis trés fier quand
je me compare (»ég er mjög auðmjúkur, er ég dæmi
sjálfan mig, en mjög ómildur, er ég ber sjálfan mig sam-
an við aðra«.) Það gerðist smám saman, að ég leit svo
á sjálfan mig, sem ég hefði rétt til þess að tala með
nokkru valdi í Danmörku, og svo á almenningsálitið þar
í landi, að þó að það væri nú svo og svo, þá ætti ég
að móta það eftir vild minni«.
Brandes segist hafa haft þungan grun um það á heim-
leiðinni, að sín biðu ekki blíðir dagar. Þá hitti hann Ibsen
í Dresden, og töluðu þeir margt og mikið saman, en þó
mest um kyrstöðuna og ládeyðuna í andlegu lífi Norður-
landa. Ibsen kvaddi Brandes með þessum orðum: »Skap-
raunið þér Dönum, ég skal skaprauna Norðmönnum«.
4.
Brandes vissi, að nú mundu vinir sínir vænta mikils
af sér. Hann hafði hitt Július Lange, hinn kærasta æsku-
vin sinn, í Dresden, og hafði Lange sagt honum, að nú
yrði hann að halda fyrirlestra við háskólann, þá er heim
kæmi. í Kaupmannahöfn var einn maður, sem Brandes
bar lotningu fyrir og elskaði. Það var Hans Bröchner,
prófessor í heimspeki og gamall kennari hans. Bröchner
var ókristinn andans maður, sem hneigðist að algyðistrú,
einlyndur og djúpsær, en var varnað þess, að geta haft
áhrif á almenning, því að ritháttur hans var þunglamalegur
og torskilinn. Hann hafði haft hinar mestu mætur á Brandes
frá hinum fyrstu kynnum þeirra og hefir að líkindum grunað,
að nú væri nýr Aron risinn upp í ísrael. í byrjun október-
mánaðar 1871 fór Brandes til Bröchners og tjáði honum
þá fyrirætlun sína, að halda fyrirlestra við háskólann um
leikritaskáldskap Frakka frá því á síðari hluta 18. aldar