Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 93
86
Veðrátta og veðurspár.
[Skirnir
meira verður »fall« loftstraumsins alveg eins og straumur
í elfu fer eftir bratta farvegsins. Vindhraðann má reikna ná-
kvæmlega eftir bratta flatanna. Oftast verður útkoman af
þeim reikningi nokkru hærri en vindhraðinn mælist í raun
og veru. Veldur því núningur loftsins við yfirborð jarðar
og ýmsar hindranir, sem verða á vegi þess. Því hærra
sem kemur upp í loftið, því minni verður núningsmótstað-
an og vindurinn þeim mun hvassari. Yfir hafinu er einnig
mótstaðan minni en á landi og þessvegna er ávalt hvass-
ara á sjó en landi með sama loftþrýstingarfalli. —
í raun og veru er halli jafnþrýstiflatanna nauðalítill. í
dæminu hér að framan nernur hækkunin aðeins 110 m. á
tæpum 400 km., það er h. u. b. 1: 3600.
Vér yfirgefum nú 1. mynd og lítum á þá næstu.
Efst er veðurkort frá 29. des. 1926 kl. 6. Þar sést
sveipmiðja, L, yfir Breiðafirði og jafnþrýstilínur umhverfis.
Vindsveipurinn kemur vel í ljós. í Reykjavik og Vest-
mannaeyjum er vindurinn suðvest-lægur, á Akureyri suð-
lægur en á ísafirði norðaustlægur. Á Seyðisfirði er logn,
vegna staðhátta, en úti fyrir Austfjörðum er vafalaust suð-
læg gola.
En 2. mynd á einnig að sýna oss, hvernig veðri er
háttað umhverfis sveipmiðjuna. Feita línan, sem gengur
sunnan að inn í miðdepil sveipsins og þaðan til suðvesturs,
er hluti af veðramótunum. Hitamunurinn norðan og sunnan
við veðramótin er mjög áberandi. í Reykjavik og Vest-
mannaeyjum er hitinn 7 stig, en á ísafirði frost, allt að því
hálft stig. Það er hinn svonefndi »hlýi geiri« í sveipnum,
sem nær alla leið norður hingað. En hann hefur kalt loft
bæði á bak og brjóst, eins og sýnt er á 2. mynd 2, sem
gæti verið þverskurður af sveipnum frá vestri til austurs
um. Reykjavík. Að framan, til hægri, er fleygur af köldu
lofti, sem hlýi suðvestlægi straumurinn rennur upp yfir.
Myndast þá fyrst úrkoma meðan nógur er raki fyrir hendi,
en síðan einungis blikuský og klósigar, þegar hærra dregur
og megnið af rakanum hefur fallið til jarðar. Það sést og
af kortinu, að krapahrið er á Akureyri en snjókoma á ísa-