Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 166
Skírnirj
Jón Jacobson.
159
Hann hefir sjálfur skýrt frá tildrögum og sögu þess máls
í ræðu, sem hann hélt við vigslu hins nýja húss 28. marz
1909. Þá er leið fram yfir aldamót var orðið svo þröngt
um bókasafnið í Alþingishúsinu, að til vandræða horfði.
Stjórnarnefnd safnsins hreyfði því á fundi sínum seint á
árinu 1904, að nauðsyn bæri til að koma upp nýju húsi
.handa safninu hið allra fyrsta. Hannes Hafstein var þá
nýlega orðinn ráðherra, og tók hann þegar málið í sínar
hendur. Á þinginu 1905 bar hann fram frumvarp um að
stofna byggingarsjóð, og var þar gert ráð fyrir, að reist
yrði hús mikið fyrir 160 þús. kr., er nægði landsbókasafn-
inu og landsskjalasafninu, og skyldi það jafnframt hýsa
önnur söfn landsins, meðan húsrúm leyfði. Jón Jacobson
sat þá á þingi og studdi hann auðvitað frumvarpið af
kappi, end reiddi því vel af á þinginu. 23. sept. 1906 var
hornsteinninn lagður að húsinu, en síðara hluta árs 1908
var smíðinni svo langt komið, að farið var að flytja bóka-
safnið úr Alþingishúsinu. Var það mikið verk, því að
safnið ,var þá orðið allstórt, um 70 þús. bindi, enda var
ekki lokið við að raða því upp í hinu nýja húsi fyr en í
byrjun marzmánaðar 1909, og höfðu þó starfsmenn safns-
ins unnið ötullega og langt fram yfir lögskipaðan vinnu-
tíma á hverjum degi.
Árið 1907 lagði Hannes Hafstein fyrir alþingi frum-
varp um nýja tilhögun á stjórn landsbókasafnsins. Efri
deild skipaði Jón Jacobson í nefnd þá, sem fjallaði um
málið og var frumvarpið samþykkt á þinginu. Á þingun-
um 1905 og 1907 var og hækkaður nokkuð styrkur til
bóka- og handritakaupa, og var það vitanlega ekki hvað
sízt Jóni Jacobssyni að þakka.
Landsbókasafnið varð auðvitað fyrir barðinu á dýr-
tiðinni, eftir að styrjöldin mikla skall yfir, og urðu þá launa-
Ljör starfsmanna safnsins — að landsbókaverði meðtöld-
um — lítt bærileg, og styrkurinn til bóka- og handrita-
kaupa og bókbands hrökk tæpast til brýnustu nauðsynja.
Landsbókavörður gerði að vísu nokkrar tilraunir til þess
<ið bæta úr þessu, en aldrei lagði hann sig þó mjög í fram-