Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 52
Skírnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
45
í vönduðu afriti sonar Dahls, prestsins Hans Dahls (æsku-
vinar föður míns), og rituð eru á árunum 1807—18 og 1845
—63, er varla eitt einasta bréf, þar sem ekki sé minnzt á
Rask með vinarelsku og aðdáun. Á einum einasta stað
verður þó vart lítilsháttar útásetningar um hann. Þar segir
svo: »Þú gjörir þér ekki í hugarlund hve mjög ég elska
þig — og dönsku þjóðina. Já, Rask mistum við. Hann
elskaði mig. En ég elskaði hann ekki, því að hann var
ekki kristinn; en það var ég og er enn þá.« En þegar
þetta er borið saman við önnur unnnæli hans um Rask í
bréfum þessum, dettur manni í hug, að hér sé beinlínis
um rangminni áttræðs manns að ræða. Því að öll önnur
ummæli hans virðast einmitt votta, að þar hafi elskan
verið báðu megin, enda þótt stiftprófasti kunni að hafa
þótt það nokkur Ijóður á vini sínum, að hann fór aðra
leið en hann sjálfur í trúarefnum. Og þá dylst ekki í bréf-
um þessum, hve innileg var vinátta hans við Dahl pró-
fessor. Aðra eins hlýju í ávarpi minnist ég ekki að hafa
séð í nokkurum bréfum vandalausra hvors til annars. Og
mér er persónulega kunnugt um, að ekki var vinarhlýjan
minni á hina hliðina; frá sonum Dahls prófessors, sem ég
kynntist öllum á námsárum mínum erlendis, veit ég, að
gamli Dahl taldi stiftprófast til dauðadags sinn mætasta
vin allra vandalausra, er hann hafði eignast á lífsleiðinni,
þótt þeir sæjust aldrei eftir að séra Árni fór frá Khöfn
haustið 1808. —
En hérlendra manna var enginn stiftprófasti jafn kær
og Bjarni Thorsteinsson amtmaður. Þeir höfðu verið sam-
an í skóla og við háskólann og þar fylgzt að. Þeir höfðu
átt sameiginlegt áhugamál þar sem Bókmenntafélagið var
og verið forsetar hvor sinnar deildar þess, meðan bað var
að komast á laggirnar. Löngu síðar höfðu tekizt mægðir
með þeim, er stiftprófastur gekk að eiga síðari konu sína,
Sigríði Hannesdóttur, er var alsystir Þórunnar konu Bjarna
amtmanns. Loks höfðu þeir setið saman í nefndum (em-
bættismannanefndinni) og á þingum, svo að mökin voru
ekki smá, sem þeir höfðu átt hvor við annan. Eftir að