Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 155
148
Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. jSkirnir
á öðrum, og til þess að gera fána vorn að tákni fjárgræðg-
innar, og til þess að gera landher vorn og sjólið að skuld-
heimtu-umboðsmönnum fyrir stórgróðamennina í Watf
Street. Svona eru Bandarikin í raun og veru nú; þessar eru
staðreyndirnar — og tíu þúsund hálaunuðum forráðamönn-
um mentamálanna er bannað að minnast nokkuru sinni á
þessar staðreyndir, en þess krafizt af þeim, að þeir segi
sjö hundruð þúsund kennara-gæsum og þeim tuttugu og
þrem miljónum gæsarunga, sem kenslunnar eiga að njóta,
að þetta sé það mesta, það veglegasta, það yndislegasta
og það bezt kristna land, sem guð hafi nokkuru sinni
skapað«.
Þá er afstaða hans til kirkjunnar. Hann gerir grein
fyrir henni í einni af hinum miklu bókum sínum; »The
Profits of Religion«, og hann deilir harðlega á ýmsar kenn-
ingar hennar og atferli. Hér er ekki kostur, rúmsins vegna,
að skýra frá þeirri margbrotnu ádeilu. En aðalákæran er
sú, að kirkjurnar flestar, en þó einkum katólska kirkjan,
hafi gengið i lið með auðvaldinu, og að afskifti þeirra af
félagsmálum mannanna séu i algerðu ósamræmi við kenn-
ingar Jesú frá Nazaret. Hann sýnir á einum stað1) þrjár
hliðar á málinu. Fyrst er fátæktin, og hann tekur Chicago
til dæmis:
»í þessari borg eru nú«, segir hann, »tíu þúsund kon-
ur lokaðar inni í fúlum stíum, og reknar af hungrinu til
þess að selja líkami sína, til þess að geta lifað. Nú eru í
Chicago tíu þúsund karlmenn, heimilislausir og volaðir,
fúsir á að vinna, grátbæna um tækifæri til þess, og samt
svangir og horfa með skelfingu fram á voðalegan vetrar-
kuldann! Nú eru í Chicago hundrað þúsund börn, sem eyða
þrótti sínum i það að vinna sér fyrir brauði, svo að lif
þeirra er að visna! Þar eru hundrað þúsund mæður, sem
lifa í eymd og saurindum, og eru að berjast við að vinna
fyrir fæðu handa ungum sínum! Þar eru hundrað þúsund
gamalmenni, útskúfuð og aðstoðarlaus, sem bíða eftir því
1) »The Profits of Religion«, bls. 196—198.