Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 176
Skímirj
Refsivist á íslandi.
169
þau koma ekki nærri málsefninu. Þennan dóm dæmdu
aðrir eins menn og lögmennirnir Páll Vídalín og Benedikt
Þorsteinsson, og þegar jafnvel þeir dæmdu slíka dóma,
hvers var þá að vænta af öðrum? Ég skal hér að eins
nefna tvo dóma Markúsar sýslumanns Bergssonar, báða
frá árinu 1729. Þeir sýna líka, hve litlar sakir þurfti til
þess, að menn væru dæmdir til Brimarhólms á þeim árum.
Annað er dómurinn í rikkilínsmálinu svonefnda, sem ég
gat um áður. Var það mál svo vaxið, að Mála-Snæbjörn
átti í erjum við sóknarprest sinn, séra Bjarna Jónsson,
og eitt sinn í miðri messugjörð, gekk hann að prestin-
um og kippti tvisvar í rikkilínið á honum. Þetta lét
Markús varða 6 ára Brimarhólmsvist, en þeim dómi mun
þó hafa verið hrundið í yfirdómi. Snæbjörn fékk konungs-
leyfi til að áfrýja inálinu beint þangað.1) Kom það þangað
1735.2 3) Dómabók yfirdómsins frá þeim árurn er nú glötuð,
en Snæbjörn andaðist í hárri elli hér á landi, og mun aldrei
hafa farið til Brimarhólms. Hitt málið var þannig vaxið,
að feðgum tveimur vestur í Bolungarvík hafði sinnazt hvor-
um við annan, og hafði strákurinn formælt föður sínum,
hnykkt honum lítilsháttar til og reitt heygogg til höggs við
hann. Þeir sættust á þetta, feðgarnir, og karlinn lýsti því
yfir, að hann óskaði ekki, að neinn rekstur yrði gjörður að
þessu máli. En Markús var á annari skoðun, og dæmdi
strákinn til æfilangrar Brimarhólmsvistar, skv. NL. 6.-5.—2,
sem ekki gilti þá hér á landi. Alþingi færði þessa refs-
ingu niður í þriggja ára Brimarhólmsvist 1731.:l) Þessir
dómar sýna það, að ekki þurfti ávalt miklar sakir til að
lenda á Brimarhólmi á þeim árum. Það kom jafnvel fyrir,
að menn voru dæmdir þangað, bara sér og öðrum til við-
vörunar, án þess að nokkrar sakir væru sannaðar þeim á
hendur. Sem dæmi þessa má nefna tvo alþingisdóma frá
1727 og 1740. í fyrra málinu var maður saksóttur um
1) Kgsbr. 30. marz 1731, þsk. A. 107.
2) Þsk. A. 39 VI.
3) Alþb. 1731 nr. 13.