Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 81
74
Bæjarbragur í Reykjavik.
[Skirnir
margar tilbreytingar, og margt skrýtilegt gat komið fyrir
i þeim. Þessir gömlu dansar eru nú alveg að hverfa úr
sögunni; nýju dansarnir eru ljettari og geta verið fallegir,
ef þeir eru vel dansaðir, en það virðist eins og hver dansi
Tango, eða hvað þeir nú kalla það, eir.s og honum fellur
bezt. Lanciers varð algengur á þessum árum hjá heldra
fólkinu, en Francaise var aldrei dansaður, hann hefur
aldrei náð neinni hylli á íslandi, og jafnvel á íslendinga-
böllum í Höfn var hann örsjaldan dansaður.
Almennt menntunarástand hjer í bænum mun yfirleitt
hafa verið líkt og annarsstaðar, hvorki betra nje lakara.
Gamla fólkið kunni mikið af sálmum, og kenndi börnunum
þá, og yfirleitt var mikið um gamla tízku og gamlar venjur.
Börnin voru látin signa sig, þegar þau fóru í hreina skyrtu,
þegar þau komu undir bert. loft á morgnanna, og lesa morg-
unbæn. Kveldbæn, sálmavers og signing undir nóttina var
sjálfsögð. En samfara þessu var þá lika enn megn drauga-
trú ríkjandi. írafellsmóri gekk þá enn um ljósum Iogum,
að því er strákarnir sögðu, og höfðu margir trú á því, að
hann gerði ýms spellvirki undan komu þeirra Kortsfrænda
í hús og híbýli. Draugar og vofur þóttu vera víða á ferli.
Einkum þótti reymt í pakkhúsum Havsteensverzlunar og í
Grófinni.
Áður en jeg lýk þessum línum vil jeg minnast Iítið
eitt á kirkjugöngur. Kirkjusókn var þá svona upp og nið-
ur; kirkjan troðfull á stórhátíðum, einkum við kvöldsöngva
á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld. Þá var tónuð kvöld-
bæn latínuskólans af einhverjum stúdent eða skólapilti og
stóð hann við skírnarfontinn meðan hann tónaði bænina. Al-
menna sunnudaga var fremur lítil aðsókn. Skólapiltar voru
þá skyldir til að fara í kirkju annanhvorn sunnudag og
áttu sæti á fremstu bekkjunum uppi; urðu þeir sem setztir
voru að víkja fyrir þeim, og gekk það ekki altaf orðalaust
af. Piltar sátu þar eftir röð, efsti pilturinn í skóla innst
við biskupssætið, og svo hver eftir öðrum; næstur þeim,
sem sat við orgelið að sunnanverðu, settist næst Iands-
höfðingjasætinu, og svo hver af öðrum. Það var altalað að