Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 18
Skirnir) Árni stiftprófastur Helgason. 11
Segist hann helzt vera að fást við norræna fornfræði og
reyni að halda við áður lærðu í guðfræðinni, án þess að
sér gefist tóm til að bæta þar við nokkuru að ráði.
Fyrra haustið, sem séra Árni sat á Innra-Hólmi, hafði
hann gengið að eiga unnustu sína Guðnýju Högnadóttur
frá Ytri-Skógum. Reyndist hún manni sínum gæðakona.
Eignuðust þau eitt lífsafkvæmi í 25 ára sambúð sinni,
dreng, sem þó ekki komst á legg. Annars afkvæmis varð
séra Árna ekki auðið i lífinu, og fann hann jafnan sárt til þess
að verða að lifa barnlaus langa æfi. Yfirleitt féll honum
lífið vel þessi 3 ár, sem hann dvaldist í Kjósinni, var vel
látinn af öllum og búnaðist vel. En lítilfjörleg voru húsa-
kynnin þar efra, eftir því sem Rask segist frá í bréfi til
Bjarna Thorsteinssonar, er hann hafði heimsótt vin sinn
nýkominn til landsins haustið 1813. Ber Rask þau saman
við húsakynni efnalausra foreldra sinna á Fjóni og þykir
húsmannsbústaðurinn fjónski betur og þægilegar hýstur
en prestsetrið á Reynivöllum. Þó undi Rask hið bezta hag
sínum þar efra og dvaldist þar allan veturinn frá nýári
og fram úr. En hver aufúsugestur Rask hafi verið séra
Árna, ræður að líkindum, svo innileg vinátta sem var með
þeim frá samveruárunum í Khöfn. Er gaman að lesa í
bréfi til Bjarna Thorsteinssonar (í Tímar. bókmfj. 1888) frá-
söguna um fyrstu samfundi þeirra vinanna á Reynivöllum:
»Ég fór fyrst upp í Kjós til séra Árna í bóndabúningi, eins
og ráð var fyrir gjört. Hann þekti mig að sönnu ekki
fyrst, þá ég heilsaði honum, ekki heldur fyrst þegar ég
sagðist kominn frá Vestmannaeyjum og hafa bréf til hans.
En þegar ég bað hann um að gefa mér upplýsingar um
eitt eða annað í guðfræðinni, fór hann að horfa framan í
mig. Ég gat heldur ekki vel haldið mér frá að brosa;
hann var enn þá óvís og ætlaði að fá upplýsingar hjá
honum Halldóri [Thorgrímsenj, og hugsaði ég væri annað
hvort dálítið kendur eða ekki með öllum mjalla, og ég lét
hann þá ekki gjöra sér meira ómak1)*. Aftur og aítur
1) Til er sögn um, að það hafi fyrst vakið grun séra Árna um,
■að ekki stæði allt heima, sem komumaður sagði um heimilisfang