Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 157
150
Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. [Skírnir
sainast saman i einn afskaplegan straum, sem veitt er inn
i fangið á þeim!«
»Þetta er fyrirkomulagið«, segir hann ennfremur. »Það
er kóróna og hámark allra ranginda aldanna. Og í réttu
hlutfalli við mikilleik ágengninnar, sem þvi fylgir, er hræsn-
in og óráðvendnin i hinum kirkjulegu blekkingum, sem
stofnað hefur verið til fyrir þetta fyrirkomulag. Á því leik-
ur enginn vafi, að mesta kaldhæðnin, sem kemur fram í
mannkynssögunni, er það, hvernig menn hafa notað Jesú
frá Nazaret sem yfirguð þessa blóðþyrsta fyrirkomulags;
það er ruddaskapur, sem engin orð ná yfir, guðlast, sem
engin list getur lýst. Lesið orð mannsins, jafn-ofsafengin
eins og ummæli nokkurs æsingamanns nútímans, sem ég
hefi heyrt tala í minni tuttugu ára reynslu af byltinga-
mönnum: »Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu! — Seljið
það sem þér eigið og gefið fátækum! — Sælir eru fátækir,
því að þeirra er himnaríki! — Vei yður, þér riku, þvi að
þér hafið tekið út huggun yðar! — Sannlega segi ég yður,
torvelt mun verða fyrir ríkan mann að ganga inn í himna-
ríki! — Vei yður, þér lögvitringar! — Þér höggormar, þér
nöðru-afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm
helvítis ?«
»Þennan mann hafa þeir gjört að æðsta presti eign-
anna og snyrtilegs oddborgaraháttar, guðdómlegri staðfest-
ing á öllum skelfingum og allri andstyggð kaupskapar-
menningar nútímans! Gimsteinum settar myndir eru búnar
til af honum, holdlega sinnaðir prestar brenna reykelsi fyr-
ir honum, nútíðar-ræningjar iðnaðarins koma með dollara
sína, sem þeir hafa sogið út úr striti aðstoðarlausra kvenna
og barna, og byggja musteri handa honum, og sitja í hæg-
inda sætum og hlusta á kenningar hans, eins og þær eru
skýrðar af doktorum í rykugri guðfræði!«
En þó að hann sé gífurlega harðorður um kirkjurnar
á ýmsa lund, þá mega menn samt ekki ætla, að hann sé
andvígur kjarna trúarbragðanna. Hann virðist hafa tak-
markalausa lotningu fyrir Jesú frá Narzaret. Hann er sam-
færður um, að engin trúarbrögð fái notið sín undir auðvalds-