Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 84
Skirnir|
Veörátta og veðurspár.
77
Veðrátta merkir og í upphafi að eins þá átt, sem
vindur blæs úr. En svo hafa menn veitt því eftirtekt, að
á hverjum stað fylgir oftast svipað veðurlag með sömu
vindátt. Á Vesturlandi fylgir t. d. því nær undantekning-
arlaust skúra- eða éljaveður (útsynningur) með suðvestan-
og vestanátt, en á Austfjörðum hreinviðri. Sólskin og sunn-
anvindur er alltítt á Norðurlandi, en sunnan lands fylgir
oftast þykkt loft og úrkoma með sunnan átt. Hitt bregzt
sjaldan, að sunnan veðrátta sé hlý og norðan veðrátta svöl
eða köld. Þó fer þetta nokkuð eftir árstíðum og staðhátt-
um. Austan og vestan vindar eru ýmist hlýir eða kaldir
eftir því, hvort þeir eiga upptök sín fyrir sunnan land eða
norðan. — Veðrátta hefur af þessum ástæðum smámsaman
eigi að eins verið látin tákna vindstöðuna, heldur og veð-
urlagið í heild sinni uin skemmri eða lengri tíma. Ef vind-
ur helzt að jafnaði við sömu átt um lengri tíma er veðr-
áttan stöðug, annars óstöðug eða umhleypingasöm.
Hlýir og kaldir loftstraumar. Forfeður vorir
álitu lífið á jörðunni hafa kviknað fyrir samverkan hita og
kulda. í suðri var Múspellsheimur sem eldur glóandi, en
i norðri Niflheimur, kaldur og gustsamur. Þessi hugmynd,
að nokkuð verði til tíðinda, þar sem hiti og kuldi mætast
snögglega, er að ýmsu hliðstæð þeim skoðunum, sem nú
eru almennt að ryðja sér til rúms um hreyfingar í loft-
hvolfinu og þar af leiðandi veðrabrigði. — Það er alkunnugt,
að úr því kemur suður um nyrðri hvarfbauginn, tekur við
hið svonefnda hitabelti, en fyrir norðan heimskautabauginn
er kuldabeltið á norðurhálfu jarðar. í hitabeltinu er sólar-
gangur jafnan hár og mikill hluti þeirrar hitaorku, sem sólin
sendir jörðunni, fellur á þetta svæði. Þar er því Múspells-
heimur og hitamiðstöð jarðarinnar. Fljóta þaðan heitir loft-
straumar til norðurs og suðurs. — Frá Niflheimum kulda-
beltanna fljóta hinsvegar kaldir loftstraumar í áttina til
hitabeltisins. Kalda loftið smáhlýnar eftir því sem leiðin
sækist suður eftir og á sama hátt verður hitabeltisloftið að
köldu lofti. Þannig verður sífeld hringrás og loftskifti milli
hita- og kuldasvæða jarðarinnar.