Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 120
Skimirj Kjalleklingasaga. 113
þessi ey heyrir Staðarfelli til, er líklegast, að hún hafi þá
og heyrt undir þann bæ, en Kjallakur faðir Þorgríms hefur
ekki viljað, að eyin væri gefinn — hverja þýðingu þetta
atriði kann að hafa haft, er með öllu óljóst.
Nú hefur Hrafsi líklega viljað hefna sín á Oddmari og
Þorgrími og þá tekið fje þeirra (? Þorgríms og Oddmars?,
eða Þorgríms og bræðra hans?) úr torfnausti, en Kjallaks-
sonum tókst eigi að ná því aftur. Lítur út fyrir, að fje
sje hjer peningar, en ekki kvikfje, en undarlegt er þó, að
peningar hafi verið geymdir í torfnausti; getur þó hafa
verið orsök til.
Eftir þetta stukku þeir Hrafsi og Eilífur út í eyna, og
verður það víst að vera Deildarey. Þessi Eilífur (Eyjólfr
í Melab. er sennilega villa; ætti þá helst að vera sonur
Æsu, og hann á bandi þeirra Hrafsa) sýnist vera sami
maðurinn og Eilífur prúði, einn af Kjallakssonum, sem eftir
því hefði átt að vera hlyntari Hrafsa en Þorgrími bróður
sínum og styrkist það við annað, er síðar verður greint.
Nú hafa þeir verið sóttir í Deildarey og til bardaga komið;
í þeim bardaga særðist Eilífur af ör, og er hann nú nefnd-
ur »ígrár«, ef þetta orð er ekki ritvilla eða mislestur; eftir
sambandinu hlýtur alt að vera sami maðurinn, Eilífur prúði
og Eilífur »ígrár«. Vera má, að Þorgímur hafi fallið í þess-
ari viðureign. Nú hefur verið skamt til frekara fjandskap-
ar milli manna. Björn hvalmagi drepur Björn, bróður Hrafsa,
að leik. Var það í hefnd fyrir Þorgrím?, ef Hrafsi hefur
drepið hann í Deildareyjar-viðureigninni. Nú gengur leik-
urinn áfram fullum fetum. Auðvitað varð að hefna Bjarnar
Ljótólfssonar, og þá fengu þeir Ljótólfur Oddmar fyrir fje
til þess að koma Birni hvalmaga í færi. Oddmar hefur
auðsjáanlega verið óprúttinn misyndismaður. Svo kemur
gloppa í frásögnina, og verður hún fylt með nokkurn veg-
inn vissu, þannig: Björn hvalmagi kemur í heimsókn til
Þórunnar (og Oddmars) til þess að vitja um son sinn,
Kjallak unga. Þar koma þeir Ljótólfur að honum óvörum,
en hann flýr; Kjallakur litli hleypur eftir föður sínum, og
er helst svo að sjá, að hann hafi, þótt ekki væri nema 7
8