Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 200
Skírnir] Ferill Passíusálmahandrits síra Hallgr. Péturssonar. 193
Ragnheiður Ólafsdóttir (og Jónas sýslumaður Scheving,
maður hennar),
Jón bókbindari Jóhannesson í Leirárgörðum,
Jón ritstjóri Guðmundsson,
Jón Sigurðsson.
Höf. þessarar greinar hefir aldrei þurft á því að halda
•að kanna frá rótum nokkuð það, er varði síra Hallgrím Péturs-
son, hvorki vegna útgáfu á ritum hans t. d. né í öðru
skyni. Þó vill höf. nota hér tækifærið til þess að koma að
athugagrein um eitt atriði, sem varðar síra Hallgrím og
raunar Passíusálma hans og feril þeirra.
Svo er mál með vexti, að grunur hefir þótt leika á
:því, hvort einkunnarorðin:
Was traurest [nú: trauerst] du doch?
Gott lebet noch,
sem standa á titilblaði handritsins, neðan við fyrirsögnina,
séu með eiginhendi síra Hallgríms. Hafði höf. þessarar
greinar á sínum tíma (sbr. Hallgrimur Péturssons Passions-
salmer eftir Árna Möller, Kh. 1922, bls. 107) heldur hneigzt
að þvi, að vera myndi þessum orðum skeytt við af síðara
«iganda (og eins ívitnun, sem þar er fyrir ofan, í 1. Kor. 11.),
°g þá getið þess til, að síra Jón Torfason á Breiðabólstað
myndi hafa bætt þeim inn á titilblaðið; hafði hann þá
einkum í huga sendibréf eitt frá síra Jóni Torfasyni til
Þormóðar sagnaritara Torfasonar, og er það varðveitt í
AM. 285, fol., þótt ekki sé þess getið í hinni prentuðu
skrá Árnasafns (eftir Kr. Kaalund). En láðzt hafði þá jafn-
framt að geta handrits þessa (sendibréfsins), sem þó var
tilætlunin, í því skyni, að þeir, sem nærstaddir væru, gætu
borið saman, en hins vegar þá langt um liðið (9—10 ár)
frá því að sá, er þetta ritar, hafði séð það handrit, sem
vitanlega var honum þá ekki við hönd. Nú er ekki því að
neita, að svipur nokkur er með hendi síra Jóns Torfason-
ar og handbragðinu á þessum línum neðan við fyrirsögn
Passíusálmanna. Eigi að síður, þegar alls er grandgæfilega
J?ætt, má nú þykja líklegra, að orð þessi séu eigi með
13