Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 172
Skírriírj Refsivist á íslandi. 165
þekkingu á lögunum, og þá varð eigi hjá því komizt, að
dæma menn til þessarar refsingar. En alþingi sýnist hafa
gjört sér það að reglu, að setja dóma þessa jafnan til misk-
unnar konungs. Árið 1700 voru þannig 3 menn úr ísa-
fjarðarsýslu dæmdir til Brimarhólmsvistar, fyrir lítilsháttar
verzlun við Englendinga. En dómsmenn segja, að »sökum
stórþrengjandi fátæktar og fjölskyldu bæði þessara og
annara fátækra landsinnbyggjara innstillist þetta efni með
stærstu undirgefni til hans kgl. maj. allra náðugustu miidi
og meðaumkunar*.1) Sama var árið eftir, er Tómas Kon-
ráðsson undan Jökli var dæmdur til Brimarhólms, að dóms-
menn settu dóminn til náðar konungs, »í þeirri von Tómas
hér í landinu blífa megi«.2) Þessi síðastnefndi dómur var
meira en lítið athugaverður, því að Tómas hafði unnið það
eitt til saka, að verzla við kaupmann í öðru umdæmi en
því, er hann var búsettur í, enda varð sá dómur til þess
að vekja þann storm, er feykti þessu refsiákvæði í burtu,
því að í tilsk. um verzlunartaxtann 10. apr. 1702, var að
eins fjársekt lögð við ólöglegri verzlun.3)
Enn má nefna tilsk. 31. ágúst 1695 um svaramenn,4)
og kammerréttarskipunina frá 18. marz 1720 I. §§ 12 og
18, II. §§ 9 og 145.) í báðum þessum lögum var Brimar-
hólmsvist lögð við afbiotum, en eigi hefi ég séð þess getið,
að menn hafi verið dæmdir til þeirrar refsingar, samkv.
þeim, hér á landi, enda eru brot þau, er þessi lög ræða
um, jafnan fátíð. Loks var, með kgsbr. 19. febr. 1734, boðið
að fylgja hér á landi, fyrirmælum Norskulaga Kristjáns V.,
um refsingar fyrir manndráp og þjófnað, í stað ákvæða
Jónsbókar6) og var þar veitt nokkuð víðtæk heimild til að
dæma sakamenn til Brimarhólmsvistar.
í lagaboðum þeim, sem hér hafa verið nefnd, er refsi-
1) Alþb. 1700 nr. 39.
2) Alþb. 1701 nr. 18.
3) Lovs. f. Isl. I. bls. 573.
4) Lovs. f. Isl. I. bls. 523-524.
5) Lovs. f. Isl. I. bls. 756-759.
6) Lovs. f. Isl. II. bls. 169—171, Bj. Þórðarson: Refsivist bls. 3.