Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 80
Skirnir]
Bæjarbragur í Reykjavik.
73
upp í Marardal, sem er í Henglinum, en þá varð að fara
mjög snemma á stað. Vegurinn lá yfir Öskjuhlíð, þar
sem hún er bröttust. Frá henni var engin reglulegur
vegur heldur aðeins ruddur vegur. Lá hann í austur,.
norðan fram með Bústaðatúninu, og þaðan niður að án-
um og yfir þær. Vaðið yfir eystri ána var rjett fyrir neð-
an og sunnan Ártún og var slæmt. Fyrsta áningin var
í svo nefndu »Reiðskarði«, rjett áður en farið er upp
á Árbæjarmela, og þar var líka síðasti áfanginn á kvöldin.
Þar hafa verið drukknar legiónir af flöskum.
Á vetrum var Tjörnin aðalskemti- og samkomustaður
bæjarmanna, æðri sem lægri, eldri sem yngri. Voru þá
margir ágætir skautamenn og voru þó skautarnir fremur
ljelegir, einfaldir trjeskautar með snærum og ef bezt ljet
ólum. Járnskautar þekktust þá alls ekki, komu fyrst um
1880. í góðu veðri og góðu skautafæri var Tjörnin full
af fólki og var bærinn þó tífalt minni en hann er nú. Nú
sjest varla nokkur maður á henni, nema helzt krakkar, og
þó er hún mokuð, ef snjó leggur á hana, sem ekki tíðk-
aðist þá. Á þessari ungmennafjelaganna og »sports«-öld
virðast skautahlaup alveg ætla að leggjast niður.
Af öðrum almennum skemtunum má nefna brennur.
Þær voru haldnar á gamlárskvöld eða þrettándanum, þar
sem helzt bar á þeim t. a. m. á Hólavelli, við Skólavörð-
una eða við Batteríið. Var lítið skemmtilegt við þær, þar
var alltaf mikið fyllirí, og því oft ryskingar og áflog, en
slikt var reyndar algengt þá. En um þetta leyti tók að
tíðkast álfadans í sambandi við brennuna. Voru það stú-
dentar og skólapiltar, er bjuggu sig út eins og álfar, stigu
dans á Tjörninni og sungu ýmisleg kvæði. Þá kom upp
kvæðið »Máninn hátt á himni skín,« sem náði almennri
hylli. —
Á sjónleiki og dansleiki verður að minnast lítilsháttar.
Það voru gömlu dansarnir, polka, vals, marzurka og
galoppaði, sem dansaðir voru eftir harmoníku, en um 1880
kom pianóspil. í hverjum dans voru 2—3 túrar, eftir
því sem sá er færði dansinn upp, ákvað; í túrunum voru