Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 210
Skímir]
Georg Brandes.
203
um Mynsters og kvæðum Ingemanns, kennir afturhvarfs
frá hugsjónum 18. aldar. Þetta afturhvarf var réttmætt og
eðlilegt. En hitt langar mig til að sýna fram á, að það sé
óréttmætt og óeðlilegt, að þessi afturhaldsstefna er ennþá
drottnandi hjá oss, eftir að hún er þrotin og sigruð fyrir
löngu annarsstaðar«.
Nokkru síðar í fyrirlestrinum farast Brandes svo orð:
»Menn munu vera nokkurn veginn sammála um, að
danskar bókmenntir hafi aldrei verið svo aðframkomnar sem
á vorum dögum. Skáldin eru næstum því algerlega þögnuð,
og ekkert vandamál, sem varðar þjóðfélagshagi eða mann-
leg málefni yfir höfuð, megnar að róta upp í hugum manna
eða vekja umræður annarsstaðar en í dagblöðunum og
dægurbókmenntunum. Verulega frumlegar gáfur hafa aldrei
gert vart við sig í bókmenntum vorum, og nú er svo
komið, að vér erum næstum því gersamlega hættir að
kynna oss andlegt líf annara þjóða, og þetta andlega
heyrnarleysi hefir gert okkur mállausa.
Það er lífsmark bókmennta á vorum dögum, að þær
ræði vandamál (»sætter problemer under debat«). Þannig
tekur t. d. George Sand hjónabandið til meðferðar, Voltaire,
Byron og Feuerbach trúarbrögðin, Proud’hon eignarréttinn,
Dumas hinn yngri samband karls og konu og Emile Augier
þjóðfélagsmál. Ef bókmenntirnar ræða engin málefni, þá
er það segin saga, að þær eru að ganga úr sér. Þjóðin,
sem á þær, getur i lengstu lög haft þá trú, að hún muni
frelsa allan heiminn, en hún mun verða fyrir vonbrigðum.
Slík þjóð stjórnar ekki fremur framsókn og umbótastarfi,
heldur en flugan, sem hélt að hún knýði vagninn áfram,
af því að hún kroppaði við og við lítilsháttar í hestana,
sem drógu hann.
Með slíkri þjóð geta margar dyggðir geymzt, t. d.
karlmannlegt hugrekki í ófriði, en engar dyggðir geta
haldið uppi bókmenntum, ef hugsunarþorið er þrotið og
horfið úr sögunni. Kyrstætt, mókandi afturhald hneigist
jafnan til hárðstjórnar, og þegar svo er komið, að þjóð-
félagið leynir andlitssvip harðstjórnar undir frelsisgrímu,