Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 19
12
Ámi stiftprófastur Helgason.
jSkirnir
víkur Rask að því í bréfum sínum, hve einkar vel séra
Árni og þau hjón bæði hafi reynzt sér, enda elskuðust
þeir heitt séra Árni og Rask meðan báðir lifðu. Fór Rask
svo fram í að tala íslenzku, meðan hann dvaldist þar efra,
að séra Árni lét hann jafnvel stíga í stólinn hjá sér á ann-
ann hvítasunnudag um vorið og var ánægður með frammi-
stöðuna. »Prédikaði ég um þá sönnu og sáluhjálplegu
trú,« segir Rask í bréfi sínu til Bjarna, »og var það langt
erindi og snjallt, sem þú mátt nærri geta, og sumir sögð-
ust vilja hafa mig fyrir prest, þegar séra Árni fer suður í
Víkina«. Ekki er sizt skylt að minnast þessarar samdval-
ar þeirra séra Árna og Rasks á Reynivöllum þennan vet-
ur í Skírni, því að þar fæðist þá um veturinn hugmynd-
in, sem í framkvæmd komst tveim árum síðar, um stofn-
un hins íslenzka Bókmenntafélags, sem telja má stórvið-
burð i menningarsögu þjóðar vorrar. Og þótt sennilega hafi
Rask verið faðir hugmyndarinnar, mun ekki síður mega þakka
hvatningu séra Árna, að hún sálaðist ekki í fæðingunni.
Um vorið 1814 fékk séra Árni veitingu fyrir dómkirkju-
prestsembættinu í Reykjavík. Að hann ágirntist það em-
bætti orsakaðist sízt af því, að honum félli ekki sveitalífið,.
heldur mun einangrunar-tilfinningin þar efra hafa rekið eft-
ir. Hann þóttist sjá í hendi sér, að með lengri dvöl í
Kjósinni mundi hann »forpokast« og fyrnast ástir hans til
vísinda og lærdómsiðkana. Skín það út úr bréfum séra
Árna til vinar síns hins danska, Fr. P. J. Dahls, að honum
finnst sem hin góða lærdóms-urrdirstaða frá Hafnarárunum
ætli að verða sér og þjóðinni arðlaus eign. »Ég reyni að
sannfæra sjálfan mig um það með sígildum orðum úr
Ciceró, að lífernishættir mínir hér séu ekki ósæmandi; en
hvort Ciceró hefði sagt hið sama um sveitavinnu hér á
landi, sem hann lætur mælt um sveitavinnu á ættjörð
sinni, um það fullyrði ég ekki, nema ég þá hefði kunnað
að rannsaka grös; því að hann gjörir ráð fyrir, að sveita-
sitt, að komumaður talaði um »skjöldóttan« hest. En ekki er að
því vikið hvorki af Rask né af séra Árna, þar sem þeir segja frá
þessum samfundi þeirra.