Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 248
Skírnir]
Ritfregnir.
241
milli bylgjulengdar og sveiflutíma. En það hlutfall er jafnt fyrir alla
ljósgeisla = 300.000 km. á sek. = ljóshraðinn.
7. Heldur »flott« og um leið nýstárleg þykir mér skýring höf.
á sólblettunum, þar sem hann segir á bls. 143 að svo mikið sé víst,
»að þar er um storknun að rœða«. — Nei, svo mikið er þó víst,
að svo langt leidd er ekki vor kæra sól ennþá. Sömu firru bregður
og fyrir á bls. 178.
Má nú hér við lenda þótt fjarri sé, að öll kurl séu til grafar
komin. En þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna, hve villu-
gjarnt mönnum verður, þegar þeir hætta sér of langt út yfir tak-
mörk sérgreina sinna.
Nú má ekki gleyma þvi, að surnir kaflar bókarinnar eru lipur-
lega saman teknir eins og vænta mátti, þar sem svo æfður rithöf-
undur á í hlut. En einmitt það, að höf. er almenningi að góðu kunnur
á öðrum sviðum, gerir það réttmætt, að veilumar á þessari bók
hans séu dregnar fram. Gæti það ef til vill hvatt til meiri vandvirkni
með framhald vísindasögunnar.
»Lýðmenntun« gefur yfirleitt allgóðar vonir um að geta orðið
snoturt ritasafn. Frágangur allur er sæmilegur mjög og stærðin hæfi-
leg. — Ljótt þykir mér þó að sjá i alþýðubókum sumar myndir með
erlendum textum (hér á þýzku). Það hefði ekki aukið útgáfukostnað
tilfinnanlega að láta gera þær upp með íslenzkum texta.
'Það er yfirleitt vafamál, hvort rétt sé að styrkja svona útgáfu-
fyrirtæki af opinberu fé, án þess að sæmileg trygging sé fyrir því,
að rétt sé farið með einföld undirstöðuatriði í bókum þeim, sem það
gefur út. Það lag ætti ekki að komast á, að nafn höfunda sé látið
duga sem ábyrgð, þegar þeir skrifa um efni, sem fjarri liggja lær-
dómssviðum þeirra og eru því litt færari til þess en hver annar
leikmaður. — Má í því efni minna á orð próf. Ágústs Bjarnasonar
í mjög skorinorðum ritdómi, er birtist í 2. hefti Vöku: »það er goðgá
<ið leggja hendur að slikum verkum og hafa ekki fulla þekkingu á
því, sem maður er að gera«.
Jón Eyþórsson.
Aðrar bækur sendar Skírni:
Ágúst H. Bjarnason: Siðfræði. II. Höfuðatriði siðfræðinnar.
Gunnar Benediktsson: Við þjóðveginn. Ak. 1926.
Eivind Kválen: Den eldste norske kongesoga. Morkinskinna og
Hryggjarstykki. Oslo 1925.
J. P. Muller: Fem minutter daglig. For sundhet og kraft. Gylden-
dal. Norsk Forlag, Oslo 1926.
Roald Amundsen og Lincoln Ellsworth: Den förste Flukt over Pol-
havet. Gyldendal. Norsk Forlag. Oslo 1926.
IvarSæter: Thomas von Westen. Gyldendal. Norsk Forlag. Oslo 1926.
16