Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 141
134
Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. [Skímir
En skyndilega fór gamanið að grána. Ummæli blað-
anna um hann voru þrungin af hörku og hatri. »Hvernig
stóð á þessari breytingu?« segir hann í einni af bókum
sinum. »Var ég allt í einu orðinn slarkari, óráðvandurr
eigingjarn? Nei, ég hafði ekki breytzt; ég var sami mað-
urinn, lifði sama lífinu. En ég var hættur að veita vonzk-
unni í þjóðfélaginu viðnám með hinum veiku vopnum skáld-
skaparins; i stað þess tók ég hið beitta sverð nútíðar-
staðreynda og lagði því í kviðinn á einum af þeim ferlegu
sníkjudýrum, sem eru að sjúga blóðið úr amerískri þjóð,
Þessi var breytingin; og ef yður finnst kenna harðlyndis
og uppreisnarhugar í þessari frásögu, þá gerið svo vel að
minnast þess, að þér eruð að hlusta á mann, sem uni
fjórtán ár hafði verið í orustu, og hafði séð málefni sítt
sæta daglega áverkum af grimmum og svikulum fjand-
manni*.1) Af þessum ummælum mun mönnum skiljast,
hver afstaða hans er til auðvaldsins í Bandaríkjunum.
Það »ferlega sníkjudýr«, sem hann segist hafa ráðizt
á, eru hin miklu slátrunar- og kjötfirmu í grennd við Chicago,,
sem eru með mestu gróðafyrirtækjum Bandríkjanna, Hann
tók sér fyrir hendur að rita skáldsögu um kjör verkamaima!
á þessum stað, dvaldist þar 7 vikur, meðal verkalýðsins,
fór heim til sín og samdi söguna »The Jungle«.2)
Öllum hefur borið saman um máttinn og snilldina í
þessari bók, enda er þar ekki ofsögum af sagt. Eitt New
York-blaðið segir, að síðan er Byron vaknaði einn morgun
og komst að raun um það, að hann var orðinn frægur
maður, séu engin dæmi annarar eins veraldar-frægðar og
þeirrar, sem þessi bók hafi allt i einu varpað yfir Upton
Sinclair. Einn af allra-helztu blaðamönnum Bandarikjanna,.
sem annars er enginn vinur Sinclairs, Arthur Brisbane, rit-
aði í annað New York-blað, að bókin hefði unnið sams-
konar verk gegn iðnaðar-þrælahaldi nútímans eins og »Uncle
1) The Brass Check, bls. 27—28.
2) Sú bók hefur verið þýdd á islenzku með titlinum »Á
Refilstigum«.