Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 147
140
Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. [Skirnir
ofan af lygum og rógi Sinclairs. Daginn, sem þessi ritgjörð
kom út, fékk hann 17 simskeyti frá vinum sínum í Chicago.
Þeim var ekki farið að lítast á blikuna.
Nú fór Sinclair líka að verða órótt. Hann varði heil-
um degi til þess að reyna að ná símtali af Roosevelt, sem
ekki reyndist neinn hægðarleikur. Að lokum tókst það.
Forsetinn sagði þá við hann: »Mr. Sinclair, eg hefi fengizt
við almenn mál lengur en þér, og eg ætla að gefa yður
þessa ráðlegging: ef þér hirðið nokkuð um það, sem blöðin
segja um yður, þá verður lífið yður örðugt«. Roosevelt
sagði Sinclair síðar, að hann hefði ekki sagt nokkurt orð
um fyrirætlanir sínar við nokkurn mann, né heldur hefði
hann séð þennan ritstjóra.
Fulltrúar Roosevelts komu aftur til Washington frá
Chicago, og Sinclair fór til Washington til þess að hitta
þá að máli. Þeir reyndust furðulega opinskáir. Þeir skýrðu
honum frá öllu, sem þeir höfðu séð, og öllu, sem var í
skýrslu þeirra til forsetans, og þeir lögðu enga þagnar-
skyldu á hann. Þegar forsetinn hafði fengið skýrsluna, kall-
aði hann á sinn fund formennina fyrir landbúnaðarnefndum
beggja þingdeildanna og hótaði þeim að birta þessa skýrslu,
ef ekki fengist lagfæring á lögum um eftirlit sambandsríkis-
valdsins með kjötsölu. Fréttaritararnir í Washington vissu,
hvað var að gerast og stóðu á öndinni eftir fréttum, sem
þeir gætu sent blöðum sínum. Og Sinclair fór til New
York til þess að fá það birt, er hann hafði fengið að vita.
Hann fór til aðalfrjettastofu Bandaríkjanna, »Associated
Press«, sem þá símaði fréttir til eitthvað 700 blaða, með
mörgum tugum miljóna af lesendum. Hann taldi sjálfsagt
að bjóða henni fréttirnar.
Þá gerðist atburður, sem honum þótti kynlegur þá.
Hann er farinn að venjast slíku nú. Fréttastofan þverneitaði
að birta fréttir hans. Ekki eingöngu úti um öll Bandaríkin,
heldur líka úti um öll lönd, var hin mesta ákefð eftir því
að fá að vita sannleikann í þessu máli. Forseti Bandaríkj-
anna hafði látið fara fram rannsókn viðvíkjandi einni af
mestu iðnaðargreinum landsins, og Sinclair hafði með þegj-