Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 191
184 Ferill Passíusálmahandrits síra Hallgr. Péturssonar. [Skírnir
Ekki hefir sá, er þetta ritar, sinnt Passíusálmunum
framar en almennt gerist, og er það meir af hendingu en
eftirleitan í þessu skyni, að honum bárust upp í hendur
gögn nokkur, sem leysa að fullu þessa gátu.
Nú er það svo með öllum þjóðum, að skylt þykir að
vita sem gjörst í öllum greinum um allar þær minjar, sem
þjóðunum eru hjartfólgnastar og í mestum heiðri eru hafð-
ar. Passíusálmar síra Hallgríms eru í röð heilagra dóma fs-
lendinga. Má því ætla, að ýmsum þyki fróðlegt, að fyllt
sé upp í þessa gloppu, sem er í sögu handritsins. Mun og
sumurn Iesöndum Skírnis vera ljúft að sjá það gert þar,
en öllum ætti að vera það meinalaust að minnsta kosti,
að Skírnir geymi athugasemd um þetta efni, þó að ekki
kunni að þykja háfleygt.
Því skulu nú gögnin rakin hér.
28. febrúar 1855 virðist Jón ritstjóri Guðmundsson hafa
sent eða ætlað að senda Jóni Sigurðssyni tvö handrit, og
hefir annað þeirra verið Passíusálmahandritið. Þetta má
sjá, þó að handritið sé ekki beinlínis nefnt, af bréfmiða frá
Jóni Guðmundssyni til nafna síns, dags. þenna dag, og
hljóðar hann á þessa leið (orðrétt, en ekki stafrétt):
»Fyrirgefðu, elskan mín, og virtu vel þessar tvær skræð-
ur. En komstu eftir') — mér ríður á því, svo eg standi í
fullum skilum við seljanda — og láttu mig vita sem fi/rst,')
hvort handritið er ekta manuscriptum1) eftir Hallgrím Pét-
ursson; má ekki sjá það: 1° af nafninu undir formálanum'),
með því að bera saman við nafn hans annarstaðar, t. d.
undir hyllingareiðnum, 2° af uppáskrift Mag. Hálfdanar
Einarssonar aftan við. Eg hefi aldrei séð nafn Mag. Hálf-
danar með settaskrift, eins og er á þessu handriti«.
Þetta bréf Jóns Guðmundssonar er í JS. 142, fol., og
má af því ráða, að hann hafi þá keypt það nýlega, þótt
hann nefni ekki seljanda, enda hafi verðið átt að vera komið
að einhverju leyti undir því, hvort hér væri um eiginhand-
arrit að ræða. Enn fremur er það ljóst, að Jóni Sigurðs-
1) Auðkennt i bréfinu sjálfu.