Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 211
204
Georg Brandes.
[Skírnir
þegar mönnum er hegnt fyrir það að láta hlífðarlaust í ljós
frjálslyndar skoðanir með því að gera þá ræka úr góðum
félagsskap og svifta þá aðstoð þeirra blaða, sem nokk-
urrar virðingar njóta og bægja þeim frá flestum embætt-
um ríkisins, þá eru auðvitað miklu minni líkur til en ella,
að slíkir hæfileikar og slíkir mannkostir, sem nauðsynleg-
astir eru í framsóknarbaráttu þjóðfélagsins, geti notið sín«.
5.
Aðsóknin að þessum fyrirlestrum var svo áköf, að
stærsti fyrirlestrasalur háskólans hrökk ekki til, svo að menn
urðu að hverfa frá hópum saman. Fyrstu vikurnar leit ekki
út fyrir annað, en að Brandes mundi taka Kaupmannahöfn
herskildi á einni svipstundu. Menn, sem hlýddu á hann á
þessum fyrstu bardagaárum, hafa sagt, að bækur hans gefi
aðeins ófullkomna hugmynd um þann seið, sem fölst í orð-
um hans, er hann boðaði kenningar sínar. Hann var mjög
auðkendur frá öðrum mönnum að ytra útliti, »fölleitur og
skarpleitur«, en hárið kolsvart, mikið og þétt og féll í
bylgjum; meðalmaður að hæð, grannvaxinn, og hreyfingar
allar óvenjulega léttar og hvatar. En er hann stóð á ræðu-
stól talaði hann allur. Hann hafði fullkomið vald yfir rödd
sinni; hún gat verið mjúk og ísmeygileg, ertin eða ógn-
andi, allt eftir því sem við átti. Hvert orð var auðheyrt
um allan salinn, hvort sem hann talaði hátt eða lágt. Yfir-
bragðið var furðulega breytilegt og var sem skin og
skuggar færu í sífellu yfir andlitið. Honum var það leikur
einn að útlista hin flóknustu viðfangsefni þannig, að hvert
mannsbarn skildi. Lærdómur hans varð hvorki sjálfum hon-
um né áheyröndum hans og lesöndum að byrði. Hann
hafði fullkomið vald yfir efninu og þess vegna einnig yfir
þeim, sem á hann hlýddu.
En brátt tók að breytast veður í lofti í Kaupmanna-
höfn. Ferlegar kynjasögur um kenningar hins unga doktors
flugu fram og aftur um bæinn. Brandes kemst sjálfur svo
að orði, að það hefði verið engu líkara, en áð »sjálft efni
fyrirlestranna hefði gufað upp«. Eftir voru að eins ein-