Skírnir - 01.01.1927, Síða 231
224
Georg Brandes.
[Skirnir
men'n, listamenn og stúdentar gengu í skrúðgöngu með
logandi blysum og fluttu honum árnaðaróskir. Þá hélt
Brandes hina nafnkunnu eldræðu, sem vakti aðdáun og
hneykslun um öll Norðurlönd. Ræðan fer hér á eftir í ís-
lenzkri þýðingu. List hans komst áreiðanlega aldrei á hærra
stig en í slíkum stuttum ræðum, þar sem hvert orð er
kjarnyrði, hver setning logandi af lífi og krafti:
»Þökk fyrir blysin! Þökk fyrir að þér kveiktuð þau og báruð
þau. Látið þau blossa hátt, látið þau lýsa vítt! Oss er elds þörf
hér i landi, oss skortir eld í sálina, eld í viljann, blóðrauðan eld-
móð, er aldrei slokkni til æviloka.
Þökk fyrir blysin! Blys í náttmyrkri, — þau eru eins og vonin
á dimmum dögum. Á tímum fornkirkjunnar báru menn blys laugar-
daginn fyrir páska sem fyrirboða þess, að sigurhátið upprisunnar
nálgaðist. Betur að sigurhátið hins góða málefnis væri ekki allt of
langt undan landi á vorum dögum!
Allur þessi eldur er mér fyrirboði góðra tiðinda. Það er fag-
urt, það er gott, að verkamenn, listamenn og námsmenn beri blys
i félagi. Haldið þeirri venju, þá mun birta.
Ekkert náttúruafl er svo hreint sem eldurinn. Eldurinn hreinsar
andrúmsloftið. Betur að hann hreinsaði hið daunilla, daunilla loft í
þessum bæ!
Ekkert náttúruafl er með sliku gleðibragði sem eldurinn. Að
horfa á hann hefir sömu áhrif á taugarnar sem sönglist eða vin.
Betur að hann gæti fjörgað sálirnar í þessu landi!
Ljós blyssins er sem ljós hugsunarinnar. Rigning slökkvir það
ekki, málæði drepur það ekki, jafnvel ekki fellibyljir málæðis. Ljós
hugsunarinnar er óslökkvandi. Og frelsi og réttlæti eru tvö blys, sem
kveikja hvort i öðru.
Þökk fyrir blysin! Látið þau lýsa, látið þau verma, látið þau
kveikja í hleypidómum og lygum! Látið þau brenna til ösku hræ
dauðra hugsjóna lrá liðnum timum!
Sá sem þreytist að bera blysið, fái það einhverjum úr næstu
kynslóð i hendur!
Morgunstjarnan heitir á latínu Lucifer, þ. e. ljósberinn, ljós-
gjafinn. Gamlir kirkjufeður, sem misskildu ritningarstað, hafa talið
sér og öðrum trú um, að þessi andi morgunstjömunnar, þessi Luci-
fer, sem ljósið gaf, væri djöfull.
Trúið því aldrei! Það er hin heimskulegasta og háskalegasta
hjátrú. Sú þjóð, sem trúir því, er glötuð. Lucifer, höfundur eldsins,
ljósberinn, andi logans, sem opinberar sig með blysinu, sem hann
sveiflar, hann er sjálfur neisti lífsins, sem brennur í blóðinu; hann